Innlent

Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag. Það gerir Bjarni í kjölfar þess að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks.

Ekkert liggur fyrir um það hvað mun gerast á fundi Bjarna og Guðna, hvort að Bjarni skili umboðinu eða tjái Guðna að hann vilji ræða við aðra flokka, til að mynda VG.

Aðspurð hvort að henni finnist eðlilegast að hún fái nú umboðið til stjórnarmyndunarviðræðna segir Katrín:

„Það liggur fyrir að ég hef sóst eftir því.“

Og þú myndir þá snúa þér að þessum fjórum flokkum sem talað hefur verið um að geti myndað fimm flokka stjórn til vinstri?

„Já, það er það sem maður myndi reyna fyrst, að mynda einhvers konar fjölflokka stjórn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×