Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 15:55 Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy. vísir/vilhelm Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að henni finnist eðlilegast að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili umboði sínu til stjórnarmyndunar og að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái umboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni sleit í dag stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, en tvær vikur eru síðan Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið. „Mér finnst liggja í hlutarins eðli að Bjarni skili umboðinu og að Katrín fái að spreyta sig. Nú er kominn 15. nóvember, Bjarni er búinn að vera með þetta umboð og hefur rætt við þá flokka sem hann telur sig geta náð saman við þannig að mér sýnist þetta nú vera fullreynt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi og bendir á að bæði Píratar og Vinstri græn hafi talað skýrt varðandi það að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá segir Birgitta að Píratar hafi aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en þau buðust til þess að styðja við minnihlutastjórn þriggja flokka eftir að þau funduðu með forseta Íslands skömmu eftir kosningar. „Við höfum aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en bara buðum þetta til að leysa þann hnút sem Viðreisn setti fram. Við höfum aldrei útilokað að vera aðilar að ríkisstjórn og heldur vorum við bara að bjóða upp á leið til að þessi fyrrverandi Panama-ríkisstjórn kæmist ekki aftur til valda,“ segir Birgitta. Bjarni heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag en hvort hann skili þá stjórnarmyndunarumboðinu liggur ekki fyrir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að henni finnist eðlilegast að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili umboði sínu til stjórnarmyndunar og að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái umboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni sleit í dag stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, en tvær vikur eru síðan Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið. „Mér finnst liggja í hlutarins eðli að Bjarni skili umboðinu og að Katrín fái að spreyta sig. Nú er kominn 15. nóvember, Bjarni er búinn að vera með þetta umboð og hefur rætt við þá flokka sem hann telur sig geta náð saman við þannig að mér sýnist þetta nú vera fullreynt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi og bendir á að bæði Píratar og Vinstri græn hafi talað skýrt varðandi það að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá segir Birgitta að Píratar hafi aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en þau buðust til þess að styðja við minnihlutastjórn þriggja flokka eftir að þau funduðu með forseta Íslands skömmu eftir kosningar. „Við höfum aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en bara buðum þetta til að leysa þann hnút sem Viðreisn setti fram. Við höfum aldrei útilokað að vera aðilar að ríkisstjórn og heldur vorum við bara að bjóða upp á leið til að þessi fyrrverandi Panama-ríkisstjórn kæmist ekki aftur til valda,“ segir Birgitta. Bjarni heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag en hvort hann skili þá stjórnarmyndunarumboðinu liggur ekki fyrir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59