Innlent

Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun eiga fund með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni klukkan 17.00 síðdegis í dag.

Vísir mun vera með beina útsendingu frá því þegar Bjarni mætir á svæðið. Útsendingin hefst rétt fyrir 17 og mun birtast hér að ofan.

Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur viðræðunum því verið slitið. Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum.

Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar haft var eftir Bjarna að „Aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,“ sagði Bjarni.

Tvær vikur eru síðan að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust síðastliðinn föstudag og hafa staðið síðan þá, en hafa ekki borið árangur.

Uppfært klukkan 18: Fundi Guðna og Bjarna er lokið. Útsendinguna má nálgast hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×