Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2016 15:13 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er vonsvikinn með niðurstöðu mála. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59