Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2016 15:13 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er vonsvikinn með niðurstöðu mála. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59