Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 12:06 SFS-liðarnir Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Jens Garðar Helgason. Vísir Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands í nótt undir nýja kjarasamninga. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, útilokar ekki að þau kunni að verða til þess að einhver skip þurfi að liggja áfram við landfestar. „Þetta mun örugglega stoppa hluta flotans. Við þurfum að skoða það nánar með aðildarfélögum SFS,“ sagði Heiðrún Lind í samtali við fréttastofu í nótt.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti unað Hún útskýrir að í flestum tilvikum ættu skip að geta haldið til veiða þó einn skipverji sé meðlimur í þeim félögum sem enn eru í verkfalli. Skipin myndu þá halda til veiða með færri í áhöfn. „En í öðrum tilvikum gætu verið fleiri í áhöfninni sem eru enn í verkfalli og þá, eðli málsins samkvæmt, er ólíklegt að þau skip haldi til veiða,“ sagði Heiðrún Lind.Ánægjulegt að loka málinu Jens Garðar Helgason formaður SFS segist mjög ánægður með samninginn í nótt. „Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hér hjá embættinu þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens. „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðaákvæði, umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. þannig að ég held að þetta sé bara mjög góður samningur.“ Aðspurður segir hann að skipin sem hafa staðið við bryggju síðustu daga verði send út á allra næstu dögum. „Nú fer ákveðið kynningarferli í gang hjá Sjómannasambandinu og það verður bara á allra næstu dögum.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands í nótt undir nýja kjarasamninga. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, útilokar ekki að þau kunni að verða til þess að einhver skip þurfi að liggja áfram við landfestar. „Þetta mun örugglega stoppa hluta flotans. Við þurfum að skoða það nánar með aðildarfélögum SFS,“ sagði Heiðrún Lind í samtali við fréttastofu í nótt.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti unað Hún útskýrir að í flestum tilvikum ættu skip að geta haldið til veiða þó einn skipverji sé meðlimur í þeim félögum sem enn eru í verkfalli. Skipin myndu þá halda til veiða með færri í áhöfn. „En í öðrum tilvikum gætu verið fleiri í áhöfninni sem eru enn í verkfalli og þá, eðli málsins samkvæmt, er ólíklegt að þau skip haldi til veiða,“ sagði Heiðrún Lind.Ánægjulegt að loka málinu Jens Garðar Helgason formaður SFS segist mjög ánægður með samninginn í nótt. „Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hér hjá embættinu þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens. „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðaákvæði, umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. þannig að ég held að þetta sé bara mjög góður samningur.“ Aðspurður segir hann að skipin sem hafa staðið við bryggju síðustu daga verði send út á allra næstu dögum. „Nú fer ákveðið kynningarferli í gang hjá Sjómannasambandinu og það verður bara á allra næstu dögum.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37
„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39