McIlroy ætlar sér að ná efsta sæti heimslistans um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 11:40 Rory McIlroy hefur spilað vel síðustu mánuðina. Vísir/Getty Rory McIlroy hefur augastað á efsta sæti heimslistans í golfi og ætlar sér að ná því af Ástralanum Jason Day um helgina. McIlroy hefur ekki verið á toppi heimslistans síðan í ágúst í fyrra en Day hefur einokað toppsætið síðan í mars á þessu ári. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai um helgina og þó svo að McIlroy eigi lítinn möguleika á að verja meistaratitilinn sem hann vann á mótaröðinni í fyrra gæti sigur á mótinu dugað til að komast aftur á topp heimslistans. „Það verður heilmikið í húfi hjá mér þessa vikuna,“ sagði McIlroy við Sky Sports í gær. „Ef ég vinn þetta mót næ ég að enda árið í efsta sæti heimslistans sem er mikil hvatning fyrir mig.“ Sem stendur er McIlroy í fjórða sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Svíinn Henrik Stenson eru efstir en á eftir þeim koma Danny Willett frá Englandi og Alex Noren frá Svíþjóð. Noren bar sigur úr býtum á Nedbank-mótinu í Suður-Afríku en mótinu lauk í gær. McIlroy sleppti því móti en þarf ekki að örvænta þar sem hann fagnaði sigri í FedEx Cup, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. McIlroy fékk tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þann árangur. „Ég sé ekki eftir [að hafa misst af Nedbank-mótinu]. Það hefði verið önnur saga ef ég hefði ekki unnið FedEx-bikarinn en ég hef unnið titilinn á Evrópamótaröðinni áður og geri það vonandi aftur síðar,“ sagði McIlroy. „Ég held að Henrik sé líklegastur í ár. Hann hefur verið að spila mjög vel. Völlurinn hentar honum betur en Danny.“ DP World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar, hefst í Dubai á fimmtudag en síðustu tveir keppnisdaganir, á laugardag og sunnudag, verða sýndir í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45 McIlroy sýndi styrk sinn í bráðabana Rory McIlroy varð hlutskarpastur á Tour Championship mótinu í gær. Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni en leikið var á East Lake Golf Club í Atlanta. 26. september 2016 07:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rory McIlroy hefur augastað á efsta sæti heimslistans í golfi og ætlar sér að ná því af Ástralanum Jason Day um helgina. McIlroy hefur ekki verið á toppi heimslistans síðan í ágúst í fyrra en Day hefur einokað toppsætið síðan í mars á þessu ári. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai um helgina og þó svo að McIlroy eigi lítinn möguleika á að verja meistaratitilinn sem hann vann á mótaröðinni í fyrra gæti sigur á mótinu dugað til að komast aftur á topp heimslistans. „Það verður heilmikið í húfi hjá mér þessa vikuna,“ sagði McIlroy við Sky Sports í gær. „Ef ég vinn þetta mót næ ég að enda árið í efsta sæti heimslistans sem er mikil hvatning fyrir mig.“ Sem stendur er McIlroy í fjórða sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Svíinn Henrik Stenson eru efstir en á eftir þeim koma Danny Willett frá Englandi og Alex Noren frá Svíþjóð. Noren bar sigur úr býtum á Nedbank-mótinu í Suður-Afríku en mótinu lauk í gær. McIlroy sleppti því móti en þarf ekki að örvænta þar sem hann fagnaði sigri í FedEx Cup, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. McIlroy fékk tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þann árangur. „Ég sé ekki eftir [að hafa misst af Nedbank-mótinu]. Það hefði verið önnur saga ef ég hefði ekki unnið FedEx-bikarinn en ég hef unnið titilinn á Evrópamótaröðinni áður og geri það vonandi aftur síðar,“ sagði McIlroy. „Ég held að Henrik sé líklegastur í ár. Hann hefur verið að spila mjög vel. Völlurinn hentar honum betur en Danny.“ DP World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar, hefst í Dubai á fimmtudag en síðustu tveir keppnisdaganir, á laugardag og sunnudag, verða sýndir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45 McIlroy sýndi styrk sinn í bráðabana Rory McIlroy varð hlutskarpastur á Tour Championship mótinu í gær. Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni en leikið var á East Lake Golf Club í Atlanta. 26. september 2016 07:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45
McIlroy sýndi styrk sinn í bráðabana Rory McIlroy varð hlutskarpastur á Tour Championship mótinu í gær. Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni en leikið var á East Lake Golf Club í Atlanta. 26. september 2016 07:45