Sport

Fyrrum meistari dregur sig í hlé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Miesha Tate, fyrrum meistari í bantamvigt, tilkynnti að hún væri hætt eftir að hafa tapað fyrir Raquel Pennington á UFC 205 í nótt.

„Ég er hætt. Minn tími er liðinn,“ sagði hin þrítuga Tate eftir að Pennington vann hana sannfærandi í Madison Square Garden í nótt.

Tate var lengi í fremstu röð og varð meistari í bantamvigt þegar hún sigraði Holly Holm á UFC 196 í mars á þessu ári.

Nokkrum mánuðum áður hafði Holm komið öllum á óvart með því að sigra Rondu Rousey í titilbardaga í bantamvigtinni.

Tate hélt titlinum aðeins í 126 daga en hún tapaði fyrir Amöndu Nunes í UFC 200 í júlí. Eftir tapið í nótt ákvað Tate svo að láta gott heita.

Tate vann 18 af 25 bardögum sínum á ferlinum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×