Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2016 19:12 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira