Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2016 19:12 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira