Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2016 18:45 Vísir/ÞÞ Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun. Aðeins sjö skip úr öllum fiskiskipaflota landsins voru úti á hafi í dag en þau eru þó öll á leiðinni í land. Verkfall sjómanna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum dragist verkfallið á langinn. Markaðsaðilar leitast ekki eftir því að verkfallið leysist heldur leita annað ef varan er ekki til. Þrátt fyrir að tæplega tveir sólarhringar séu liðnir frá því að verkfallið hófst eru enn nokkur skip úti á sjó og sum þeirra langt úti á hafi og getur það tekið þau allt að viku að koma inn til hafnar. Þegar fréttastofan leit við hjá Vaktstöð Siglinga í dag mátti sjá einungis sjö fiskiskip úti til lands. Útgerðarmenn hafa áhyggjur af því að langvarandi vinnustöðvun myndi hafa verulega slæm áhrif á markaði erlendis dragist það á langinn. Formaður Sjómannasambandsins tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum auðvitað ábyrgir hinu megin við borðið líka og við berum ábyrgð á þessu verkfalli ásamt þeim og við erum hluti af deilunni og okkar að leysa hana eins og þeirra,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Ísland nú seinni partinn. Útgerðarmenn veittu ekki í viðtal í dag vegna deilunnar en hittust á fundi þar sem farið var yfir stöðuna og bjuggust við að funda fram eftir kvöldi. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari staðfesti í dag að hún hefur boðað deiluaðila á sinn fund á morgun klukkan fjögur þar sem reynt verður að koma á sáttum svo hægt verði að aflýsa verkfallinu. Valmundur segir að sjómannaforystan hafi hitt útgerðarmenn í dag þar sem náðst hafi að leysa úr nokkrum málum. „Við erum búnir að vera að hittast í dag, útgerðarmenn og sjómannaforystan, og það hafa gengið á milli okkar sendingar og það má segja að við séum bjartsýnni heldur en í gær allavega. Það er ekkert mikið sem stendur út af í raun og veru. Vélstjórarnir búnir að semja og við kannski reynum að gera eitthvað á svipuðum nótum en kannski vonandi eitthvað meira en það kemur bara í ljós,“ sagði Valmundur. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun. Aðeins sjö skip úr öllum fiskiskipaflota landsins voru úti á hafi í dag en þau eru þó öll á leiðinni í land. Verkfall sjómanna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum dragist verkfallið á langinn. Markaðsaðilar leitast ekki eftir því að verkfallið leysist heldur leita annað ef varan er ekki til. Þrátt fyrir að tæplega tveir sólarhringar séu liðnir frá því að verkfallið hófst eru enn nokkur skip úti á sjó og sum þeirra langt úti á hafi og getur það tekið þau allt að viku að koma inn til hafnar. Þegar fréttastofan leit við hjá Vaktstöð Siglinga í dag mátti sjá einungis sjö fiskiskip úti til lands. Útgerðarmenn hafa áhyggjur af því að langvarandi vinnustöðvun myndi hafa verulega slæm áhrif á markaði erlendis dragist það á langinn. Formaður Sjómannasambandsins tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum auðvitað ábyrgir hinu megin við borðið líka og við berum ábyrgð á þessu verkfalli ásamt þeim og við erum hluti af deilunni og okkar að leysa hana eins og þeirra,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Ísland nú seinni partinn. Útgerðarmenn veittu ekki í viðtal í dag vegna deilunnar en hittust á fundi þar sem farið var yfir stöðuna og bjuggust við að funda fram eftir kvöldi. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari staðfesti í dag að hún hefur boðað deiluaðila á sinn fund á morgun klukkan fjögur þar sem reynt verður að koma á sáttum svo hægt verði að aflýsa verkfallinu. Valmundur segir að sjómannaforystan hafi hitt útgerðarmenn í dag þar sem náðst hafi að leysa úr nokkrum málum. „Við erum búnir að vera að hittast í dag, útgerðarmenn og sjómannaforystan, og það hafa gengið á milli okkar sendingar og það má segja að við séum bjartsýnni heldur en í gær allavega. Það er ekkert mikið sem stendur út af í raun og veru. Vélstjórarnir búnir að semja og við kannski reynum að gera eitthvað á svipuðum nótum en kannski vonandi eitthvað meira en það kemur bara í ljós,“ sagði Valmundur.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30