Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. nóvember 2016 15:45 Eddie Alvarez og Conor McGregor í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. Bardaginn í kvöld er aðalbardaginn á UFC 205 en bardagakvöldið er eitt það besta sem UFC hefur sett saman. Á bardagakvöldinu eru þrír titilbardagar en þrír aðrir fyrrum meistarar berjast. Bardagakvöldið er sögulegt fyrir margar sakir en þetta er í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í New York eftir að MMA var aftur lögleitt í ríkinu. UFC hefur selt miða fyrir 17 milljónir dollara en í dag eru nákvæmlega 23 ár síðan UFC hélt sitt fyrsta bardagakvöld. Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor mætir léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez í aðalbardaga kvöldsins. Eddie Alvarez varð léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Rafael dos Anjos í sumar. Alvarez er mjög harður bardagamaður og barist víðs vegar um heiminn en hann hefur verið kallaður neðanjarðar kóngurinn. Alvarez mun væntanlega reyna að pressa McGregor að búrinu, gefa honum minna pláss til að athafna sig og fara í skrokkinn til að þreyta McGregor. Alvarez vill sennilega gera þetta að ljótum bardaga – ekki ósvipað og hann gerði við Anthony Pettis. Alvarez hefur margoft talað um að McGregor þreytist og hægir á sér eftir 2. lotu og er planið hans sennilega að draga bardagann á langinn. Alvarez hefur tekið minna af áhættum eftir að hann kom í UFC en þegar hann meiðir andstæðinginn kemur gamli hundurinn upp í Alvarez. Þá er voðinn vís fyrir andstæðinga hans og gengur hann berserksgang til að klára andstæðinginn um leið og hann sér að andstæðingurinn er kominn í vanda. Þó Conor McGregor sé talinn sigurstranglegri af veðbönkum verður þetta langt í frá auðveld viðureign fyrir Írann. Það er ástæða fyrir því að Eddie Alvarez er léttvigtarmeistarinn og verður lítið svigrúm fyrir mistök í kvöld. Engum hefur áður tekist að halda tveimur beltum á sama tíma í UFC og myndi sigur hjá Conor McGregor því verða sögulegur. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst bein útsending kl 3. MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. Bardaginn í kvöld er aðalbardaginn á UFC 205 en bardagakvöldið er eitt það besta sem UFC hefur sett saman. Á bardagakvöldinu eru þrír titilbardagar en þrír aðrir fyrrum meistarar berjast. Bardagakvöldið er sögulegt fyrir margar sakir en þetta er í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í New York eftir að MMA var aftur lögleitt í ríkinu. UFC hefur selt miða fyrir 17 milljónir dollara en í dag eru nákvæmlega 23 ár síðan UFC hélt sitt fyrsta bardagakvöld. Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor mætir léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez í aðalbardaga kvöldsins. Eddie Alvarez varð léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Rafael dos Anjos í sumar. Alvarez er mjög harður bardagamaður og barist víðs vegar um heiminn en hann hefur verið kallaður neðanjarðar kóngurinn. Alvarez mun væntanlega reyna að pressa McGregor að búrinu, gefa honum minna pláss til að athafna sig og fara í skrokkinn til að þreyta McGregor. Alvarez vill sennilega gera þetta að ljótum bardaga – ekki ósvipað og hann gerði við Anthony Pettis. Alvarez hefur margoft talað um að McGregor þreytist og hægir á sér eftir 2. lotu og er planið hans sennilega að draga bardagann á langinn. Alvarez hefur tekið minna af áhættum eftir að hann kom í UFC en þegar hann meiðir andstæðinginn kemur gamli hundurinn upp í Alvarez. Þá er voðinn vís fyrir andstæðinga hans og gengur hann berserksgang til að klára andstæðinginn um leið og hann sér að andstæðingurinn er kominn í vanda. Þó Conor McGregor sé talinn sigurstranglegri af veðbönkum verður þetta langt í frá auðveld viðureign fyrir Írann. Það er ástæða fyrir því að Eddie Alvarez er léttvigtarmeistarinn og verður lítið svigrúm fyrir mistök í kvöld. Engum hefur áður tekist að halda tveimur beltum á sama tíma í UFC og myndi sigur hjá Conor McGregor því verða sögulegur. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst bein útsending kl 3.
MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18
Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00