„Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. nóvember 2016 14:15 Í yfirstandandi stjórnarmyndunarumræðum er talið víst að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB verði einn helsti ásteytingarsteinn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tekist var á um þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar mættu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem sagði ljóst að Evrópumálin væru eitt af þeim málefnum sem erfitt gæti reynst að lenda í viðræðunum en sjá má umræðurnar um Evrópumálin í spilaranum hér að ofan. „Evrópumálin verða snúin og það er alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að þurfa að taka okkur langan tíma til að fá skýrar línur í þetta og sjá hvort að þetta takist. Það eru bara tveir valkostir, annaðhvort ná þessir flokkar saman eða færa umboðið annað,“ sagði Þorgerður Katrín og leit á Katrínu. Lilja Dögg greip þetta á lofti og sagði að það væri stórundarlegt ef Viðreisn ætlaði sér að veita afslætti af kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB. „Viðreisn er stofnaður utan um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svikið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef að það verður gefinn afsláttur af því er það stórundarlegt. Það eru fullt af aðilum sem kusu Viðreisn sem kusu áður Samfylkinguna vegna nákvæmlega þessa máls,“ sagði Lilja.Bjarni Benediktsson.Vísir/ErnirEvrópumálin send til þingsins? Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, greip á inn í og vísaði til þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að Evrópumálin yrðu send til afgreiðslu þingsins. Katrín sagði þetta óneitanlega vera athyglisverða yfirlýsingu og velti fyrir sér merkingu hennar. „Í svona prinsipp-máli, ég ætti nú að þekkja það hafandi verið í ríkisstjórn sem fjallaði örlítið um um Evrópusambandið og örlög hennar réðust dálítið af því veltir maður því fyrir sér hvað þessi yfirlýsing merkir. Að þingið muni taka yfir málið, þýðir það að eigi að koma fram einhver tillaga í þinginu sem dagi uppi eða á leggja það á stjórnarandstöðuna að leysa úr því?,“ spurði Katrín. Við það bað Þorgerður Katrín þær stöllur um að fara ekki fram úr sér, stjórnarmyndunarviðræðurnar væru nýhafnar og í þessum málum ætti að anda rólega og sjá hvað kæmi út úr næstu dögum. Hún sagði þó ljóst að það þyrfti að klára þessi mál, þjóðin væri að kalla eftir því. „Það má alveg draga fram að það er alveg rétt að Evrópumálin skipta máli og það er þýðingarmikið fyrir okkur að klára þau. Við töluðum mjög skýrt að þjóðin ætti að ráða. Fólk vill fá skýrar línur. Það vill að málið sé klárað. Það er það sama og Katrín stendur frammi fyrir ef hún myndi leiða ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín. Við það hélt Heimir Már örlítinn samkvæmisleik þar sem hann bað þær um að ímynda sér hvað gerðist ef ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndu leggja fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi ESB-umsókn. Miðað við yfirlýsingar annarra flokka í kosningabaráttunni væri ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gæti lítið gert til að stöðva slíka tillögu. Þetta greip Katrín á lofti og vísaði til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika? Það er það sem maður spyr sig að.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00 Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Í yfirstandandi stjórnarmyndunarumræðum er talið víst að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB verði einn helsti ásteytingarsteinn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tekist var á um þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar mættu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem sagði ljóst að Evrópumálin væru eitt af þeim málefnum sem erfitt gæti reynst að lenda í viðræðunum en sjá má umræðurnar um Evrópumálin í spilaranum hér að ofan. „Evrópumálin verða snúin og það er alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að þurfa að taka okkur langan tíma til að fá skýrar línur í þetta og sjá hvort að þetta takist. Það eru bara tveir valkostir, annaðhvort ná þessir flokkar saman eða færa umboðið annað,“ sagði Þorgerður Katrín og leit á Katrínu. Lilja Dögg greip þetta á lofti og sagði að það væri stórundarlegt ef Viðreisn ætlaði sér að veita afslætti af kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB. „Viðreisn er stofnaður utan um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svikið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef að það verður gefinn afsláttur af því er það stórundarlegt. Það eru fullt af aðilum sem kusu Viðreisn sem kusu áður Samfylkinguna vegna nákvæmlega þessa máls,“ sagði Lilja.Bjarni Benediktsson.Vísir/ErnirEvrópumálin send til þingsins? Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, greip á inn í og vísaði til þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að Evrópumálin yrðu send til afgreiðslu þingsins. Katrín sagði þetta óneitanlega vera athyglisverða yfirlýsingu og velti fyrir sér merkingu hennar. „Í svona prinsipp-máli, ég ætti nú að þekkja það hafandi verið í ríkisstjórn sem fjallaði örlítið um um Evrópusambandið og örlög hennar réðust dálítið af því veltir maður því fyrir sér hvað þessi yfirlýsing merkir. Að þingið muni taka yfir málið, þýðir það að eigi að koma fram einhver tillaga í þinginu sem dagi uppi eða á leggja það á stjórnarandstöðuna að leysa úr því?,“ spurði Katrín. Við það bað Þorgerður Katrín þær stöllur um að fara ekki fram úr sér, stjórnarmyndunarviðræðurnar væru nýhafnar og í þessum málum ætti að anda rólega og sjá hvað kæmi út úr næstu dögum. Hún sagði þó ljóst að það þyrfti að klára þessi mál, þjóðin væri að kalla eftir því. „Það má alveg draga fram að það er alveg rétt að Evrópumálin skipta máli og það er þýðingarmikið fyrir okkur að klára þau. Við töluðum mjög skýrt að þjóðin ætti að ráða. Fólk vill fá skýrar línur. Það vill að málið sé klárað. Það er það sama og Katrín stendur frammi fyrir ef hún myndi leiða ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín. Við það hélt Heimir Már örlítinn samkvæmisleik þar sem hann bað þær um að ímynda sér hvað gerðist ef ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndu leggja fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi ESB-umsókn. Miðað við yfirlýsingar annarra flokka í kosningabaráttunni væri ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gæti lítið gert til að stöðva slíka tillögu. Þetta greip Katrín á lofti og vísaði til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika? Það er það sem maður spyr sig að.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00 Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00
Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30