UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. nóvember 2016 13:30 Tyron Woodley fagnar sigrinum á Robbie Lawler. Vísir/Getty UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn.Gunnar Nelson keppir auðvitað í veltivigt UFC en þetta er einn sterkasti flokkurinn í UFC. Tyron Woodley (16-3) varð veltivigtarmeistari UFC með sigri á Robbie Lawler í sumar. Hann mun verja beltið sitt í fyrsta sinn í nótt þegar hann mætir Stephen Thompson (13-1). Sigurinn gegn Lawler kom mörgum á óvart en Woodley rotaði Lawler snemma í fyrstu lotu. Það eru ekki margir sem hafa trú á Woodley gegn Thompson enda er sá síðarnefndi sigurstranglegri hjá veðbönkum. Woodley hefur þó oft áður komið á óvart en þetta er sjötti bardaginn í röð þar sem andstæðingur hans er talinn sigurstranglegri fyrirfram. Woodley á sjálfur erfitt með að skilja hvers vegna svo fáir hafa trú á sér og er staðráðinn í að sýna hvers hann er megnugur. Woodley er frábær íþróttamaður og er með sjaldséðan hraða og sprengikraft eins og sást er hann rotaði Lawler. Woodley átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni og þarf að nýta sér glímuna í kvöld. Stephen Thompson er virkilega skemmtilegur bardagamaður sem hefur farið á kostum að undanförnu. Thompson hefur æft karate frá þriggja ára aldri og var ósigraður í 57 bardögum í sparkboxi áður en hann snéri sér að MMA. Thompson hefur unnið sjö bardaga í röð eftir sitt fyrsta tap á ferlinum og á þennan titilbardaga fyllilega skilið. Thompson er talsvert vinsælli en Woodley og hefur honum verið fagnað af aðdáendum í vikunni á meðan baulað er á Woodley. Thompson er líka fyrirmyndardrengur og er erfitt að segja eitthvað neikvætt um hann. Hann kennir krökkum karate, kemur vel fyrir og er með skemmtilegan stíl í búrinu sem gaman er að horfa á. Thompson er með afskaplega góða fótavinnu og er oft á tíðum líkt og hann sé ósnertanlegur. Hann er snöggur og tæknilegur og reynist hann mörgum bardagamönnum erfið ráðgáta. Það gæti því reynst meistaranum Woodley erfitt fyrir að stoppa karate strákinn Stephen Thompson. Það myndi reynast Woodley vel að þjarma að Thompson upp við búrið þar sem hann hefur minna pláss til að athafna sig. Það er þó hægara sagt en gert enda hafa margir reynt en fáum tekist. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 205 en þeir Eddie Alvarez og Conor McGregor mætast í aðalbardaga kvöldsins. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 3, aðfaranótt sunnudags. MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn.Gunnar Nelson keppir auðvitað í veltivigt UFC en þetta er einn sterkasti flokkurinn í UFC. Tyron Woodley (16-3) varð veltivigtarmeistari UFC með sigri á Robbie Lawler í sumar. Hann mun verja beltið sitt í fyrsta sinn í nótt þegar hann mætir Stephen Thompson (13-1). Sigurinn gegn Lawler kom mörgum á óvart en Woodley rotaði Lawler snemma í fyrstu lotu. Það eru ekki margir sem hafa trú á Woodley gegn Thompson enda er sá síðarnefndi sigurstranglegri hjá veðbönkum. Woodley hefur þó oft áður komið á óvart en þetta er sjötti bardaginn í röð þar sem andstæðingur hans er talinn sigurstranglegri fyrirfram. Woodley á sjálfur erfitt með að skilja hvers vegna svo fáir hafa trú á sér og er staðráðinn í að sýna hvers hann er megnugur. Woodley er frábær íþróttamaður og er með sjaldséðan hraða og sprengikraft eins og sást er hann rotaði Lawler. Woodley átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni og þarf að nýta sér glímuna í kvöld. Stephen Thompson er virkilega skemmtilegur bardagamaður sem hefur farið á kostum að undanförnu. Thompson hefur æft karate frá þriggja ára aldri og var ósigraður í 57 bardögum í sparkboxi áður en hann snéri sér að MMA. Thompson hefur unnið sjö bardaga í röð eftir sitt fyrsta tap á ferlinum og á þennan titilbardaga fyllilega skilið. Thompson er talsvert vinsælli en Woodley og hefur honum verið fagnað af aðdáendum í vikunni á meðan baulað er á Woodley. Thompson er líka fyrirmyndardrengur og er erfitt að segja eitthvað neikvætt um hann. Hann kennir krökkum karate, kemur vel fyrir og er með skemmtilegan stíl í búrinu sem gaman er að horfa á. Thompson er með afskaplega góða fótavinnu og er oft á tíðum líkt og hann sé ósnertanlegur. Hann er snöggur og tæknilegur og reynist hann mörgum bardagamönnum erfið ráðgáta. Það gæti því reynst meistaranum Woodley erfitt fyrir að stoppa karate strákinn Stephen Thompson. Það myndi reynast Woodley vel að þjarma að Thompson upp við búrið þar sem hann hefur minna pláss til að athafna sig. Það er þó hægara sagt en gert enda hafa margir reynt en fáum tekist. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 205 en þeir Eddie Alvarez og Conor McGregor mætast í aðalbardaga kvöldsins. UFC 205 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 3, aðfaranótt sunnudags.
MMA Tengdar fréttir Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Conor og Alvarez náðu þyngd Vigtun fyrir UFC 205 bardagakvöldið í New York fór fram í kvöld. 11. nóvember 2016 23:18
Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00
Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00