Evrópumálin verða send Alþingi til úrlausnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2016 20:27 Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38
Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39