Innlent

Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. Vísir/Ernir
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gekk á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í dag og tilkynnti honum að á grundvelli samtala við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafi þremenningarnir ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum en eins og greint hefur verið frá hafa þeir Bjarni, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, átt í óformlegum viðræðum síðustu daga en Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag í seinustu viku.

Í dag funduðu formennirnir svo í fjármálaráðuneytinu en takist þeim að mynda ríkisstjórn mun stjórnarmeirihlutinn telja 32 þingmenn og stjórnarandstaðan 31 þingmann.


Tengdar fréttir

Reiknað með að Bjarni hrökkvi eða stökkvi í dag

Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×