„Þetta er engin óskastaða fyrir okkur“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 19:00 Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira