Snillingar bjóða Reykjavíkurlög Elín Albertsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 10:00 Veigar Margeirsson tónskáld segir að gestir sem komi á tónleika Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu á morgun eigi skemmtilega stund í vændum. Vísir/Ernir Áhugaverðir tónleikar verða í Silfurbergi í Hörpu á morgun kl. 17. Þar tekur Stórsveit Reykjavíkur öll völd í sínar hendur ásamt fremstu söngvurum þjóðarinnar og flytur vinsæl Reykjavíkurlög. Stjórnandi er Veigar Margeirsson tónskáld sem verður í Abbey Road eftir helgi. Árið 2003 gerði Stórsveitin mjög vinsæla plötu, Í Reykjavíkurborg, sem hefur lengi verið ófáanleg. Nú er verið að endurútgefa plötuna og tónleikagestir geta fjárfest í henni á tónleikunum. Veigar Margeirsson, trompetleikari og tónskáld, er einn af stofnmeðlimum Stórsveitarinnar. Hann flutti hins vegar til Bandaríkjanna 1993 þar sem hann stundaði nám og ílengdist þar til ársins 2014. Veigar útsetti Reykjavíkurlögin á sínum tíma en meðal söngvara á plötunni voru Ragnar Bjarnason, Björgvin Halldórsson, Kristjana Stefánsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Egill Ólafsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Páll Rósinkrans. „Núna ætlum við flytja öll þessi sömu lög auk eins nýs lags með yngri kynslóð söngvara, þeim Sölku Sól, Valdimar Guðmundssyni og Sigurði Guðmundssyni. Þetta eru tólf perlur sem allar fjalla um Reykjavíkurborg. Má nefna Fröken Reykjavík, Gaggó Vest, Við Reykjavíkurtjörn, Ó borg mín borg og mörg fleiri,“ segir Veigar sem stjórnar hljómsveitinni og útsetti tónlistina í djassstíl.Hörð lending Eftir nám í Bandaríkjunum, í Berklee College of Music í Boston og síðan í University of Miami, hélt Veigar til Los Angeles þar sem hann samdi tónlist fyrir kynningarmyndbönd kvikmynda, svokallaðar stiklur. Hann rekur fyrirtækið, sem nefnist Pitch Hammer Musicá, samt fleirum í Los Angeles en starfar aðallega frá Íslandi. Fyrirtækið er sérhæft í tónlist fyrir stiklur. „Ég starfa mestmegnis erlendis þótt ég búi á Íslandi,“ segir hann. „Ísland togaði í okkur hjónin eftir langa búsetu erlendis og dóttir okkar var komin á menntaskólaaldur. Hún fluttist hingað 2012 til að prófa að fara í menntaskóla og finnst æðislegt að vera hér. Það leið því ekki á löngu þar til við hjónin og litli bróðir fylgdum henni eftir. Það er ekki eins erfitt að búa á Íslandi núna og var fyrir 15 árum. Alþjóðleg samskipti eru auðveld í gegnum tölvuna og samgöngur milli landa allt aðrar en þær voru. Ég notaðist til dæmis við faxtæki þegar ég var í Miami,“ segir Veigar. Þegar hann er spurður hvort hann sakni ekki góða veðursins í L.A. svarar hann: „Ég hef nú alltaf verið meira fyrir rok og rigningu. Hins vegar var veturinn 2014 þegar við komum heim ótrúlega harður og snjóþungur. Svolítið hörð lending að koma frá Kaliforníu til Kópavogs. Það er afskaplega skemmtilegt að geta nýtt sér alþjóðavæðingu í gegnum vinnuna en krefst auðvitað talsverðra ferðalaga. Margt hefur breyst á Íslandi, til dæmis með auknum ferðamannastraumi, einangrunin er eiginlega alveg horfin,“ segir hann.Stjórnar í Abbey Road Þar sem umdeildar forsetakosningar eru nýlega afstaðnar í Bandaríkjunum var ekki úr vegi að spyrja Veigar út í þær. „Ég er ekki mjög pólitískur maður en mér líst ekkert sérstaklega vel á þær. Bandaríkin eru mesta fjölmenningarsamfélag í heimi en miðríkin eru mjög ólík vestur- og austurströndinni. Kalifornía er opið samfélag á alla vegu, hvort sem það varðar trúarbrögð eða kynþætti. Þar búa allir í sátt og samlyndi þótt ólíkir séu. Úr því menn gátu búið við Bush yngri í átta ár ættu þeir að standa þetta af sér,“ segir hann og hlær. „En ég á marga áhyggjufulla vini í Kaliforníu núna.“Veigar samdi konsertinn Rætur fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sigurð Flosason árið 2007 og það er nóg að gera hjá honum um þessar mundir. Alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Eftir helgi heldur hann til London þar sem hann ætlar að stjórna í Abbey Road-stúdíóinu í fyrsta skipti og hlakkar mikið til að komast í svo sögufrægt stúdíó. „Birgir Hilmarsson tónlistarmaður samdi tónlist í auglýsingu fyrir breskt fyrirtæki og við ætlum að taka hana upp ásamt 55 manna hljómsveit. Svo eru næg verkefni á næstunni í fyrirtækinu mínu. Heiminn vantar alltaf afþreyingu þótt nýr forseti komist til valda.“ Veigar á von á því að tónleikarnir á morgun verði skemmtilegir og muni skapa góðan anda. „Þetta er aðgengileg dagskrá með lögum sem allir þekkja og geta raulað með. Svo er upplagt að eiga gott sunnudagseftirmiðdegi með stuði og skemmtilegri dagskrá og fara svo út að borða á eftir,“ segir hann. Pitch Hammer Music og Veigar hafa unnið tónlist fyrir markaðsherferðir í tengslum við nokkrar nýlegar kvikmyndir, til dæmis: War Dogs, Star Trek: Beyond, BFG, Inferno, Captain America: Civil War. Tónlist Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Áhugaverðir tónleikar verða í Silfurbergi í Hörpu á morgun kl. 17. Þar tekur Stórsveit Reykjavíkur öll völd í sínar hendur ásamt fremstu söngvurum þjóðarinnar og flytur vinsæl Reykjavíkurlög. Stjórnandi er Veigar Margeirsson tónskáld sem verður í Abbey Road eftir helgi. Árið 2003 gerði Stórsveitin mjög vinsæla plötu, Í Reykjavíkurborg, sem hefur lengi verið ófáanleg. Nú er verið að endurútgefa plötuna og tónleikagestir geta fjárfest í henni á tónleikunum. Veigar Margeirsson, trompetleikari og tónskáld, er einn af stofnmeðlimum Stórsveitarinnar. Hann flutti hins vegar til Bandaríkjanna 1993 þar sem hann stundaði nám og ílengdist þar til ársins 2014. Veigar útsetti Reykjavíkurlögin á sínum tíma en meðal söngvara á plötunni voru Ragnar Bjarnason, Björgvin Halldórsson, Kristjana Stefánsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Egill Ólafsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Páll Rósinkrans. „Núna ætlum við flytja öll þessi sömu lög auk eins nýs lags með yngri kynslóð söngvara, þeim Sölku Sól, Valdimar Guðmundssyni og Sigurði Guðmundssyni. Þetta eru tólf perlur sem allar fjalla um Reykjavíkurborg. Má nefna Fröken Reykjavík, Gaggó Vest, Við Reykjavíkurtjörn, Ó borg mín borg og mörg fleiri,“ segir Veigar sem stjórnar hljómsveitinni og útsetti tónlistina í djassstíl.Hörð lending Eftir nám í Bandaríkjunum, í Berklee College of Music í Boston og síðan í University of Miami, hélt Veigar til Los Angeles þar sem hann samdi tónlist fyrir kynningarmyndbönd kvikmynda, svokallaðar stiklur. Hann rekur fyrirtækið, sem nefnist Pitch Hammer Musicá, samt fleirum í Los Angeles en starfar aðallega frá Íslandi. Fyrirtækið er sérhæft í tónlist fyrir stiklur. „Ég starfa mestmegnis erlendis þótt ég búi á Íslandi,“ segir hann. „Ísland togaði í okkur hjónin eftir langa búsetu erlendis og dóttir okkar var komin á menntaskólaaldur. Hún fluttist hingað 2012 til að prófa að fara í menntaskóla og finnst æðislegt að vera hér. Það leið því ekki á löngu þar til við hjónin og litli bróðir fylgdum henni eftir. Það er ekki eins erfitt að búa á Íslandi núna og var fyrir 15 árum. Alþjóðleg samskipti eru auðveld í gegnum tölvuna og samgöngur milli landa allt aðrar en þær voru. Ég notaðist til dæmis við faxtæki þegar ég var í Miami,“ segir Veigar. Þegar hann er spurður hvort hann sakni ekki góða veðursins í L.A. svarar hann: „Ég hef nú alltaf verið meira fyrir rok og rigningu. Hins vegar var veturinn 2014 þegar við komum heim ótrúlega harður og snjóþungur. Svolítið hörð lending að koma frá Kaliforníu til Kópavogs. Það er afskaplega skemmtilegt að geta nýtt sér alþjóðavæðingu í gegnum vinnuna en krefst auðvitað talsverðra ferðalaga. Margt hefur breyst á Íslandi, til dæmis með auknum ferðamannastraumi, einangrunin er eiginlega alveg horfin,“ segir hann.Stjórnar í Abbey Road Þar sem umdeildar forsetakosningar eru nýlega afstaðnar í Bandaríkjunum var ekki úr vegi að spyrja Veigar út í þær. „Ég er ekki mjög pólitískur maður en mér líst ekkert sérstaklega vel á þær. Bandaríkin eru mesta fjölmenningarsamfélag í heimi en miðríkin eru mjög ólík vestur- og austurströndinni. Kalifornía er opið samfélag á alla vegu, hvort sem það varðar trúarbrögð eða kynþætti. Þar búa allir í sátt og samlyndi þótt ólíkir séu. Úr því menn gátu búið við Bush yngri í átta ár ættu þeir að standa þetta af sér,“ segir hann og hlær. „En ég á marga áhyggjufulla vini í Kaliforníu núna.“Veigar samdi konsertinn Rætur fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sigurð Flosason árið 2007 og það er nóg að gera hjá honum um þessar mundir. Alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Eftir helgi heldur hann til London þar sem hann ætlar að stjórna í Abbey Road-stúdíóinu í fyrsta skipti og hlakkar mikið til að komast í svo sögufrægt stúdíó. „Birgir Hilmarsson tónlistarmaður samdi tónlist í auglýsingu fyrir breskt fyrirtæki og við ætlum að taka hana upp ásamt 55 manna hljómsveit. Svo eru næg verkefni á næstunni í fyrirtækinu mínu. Heiminn vantar alltaf afþreyingu þótt nýr forseti komist til valda.“ Veigar á von á því að tónleikarnir á morgun verði skemmtilegir og muni skapa góðan anda. „Þetta er aðgengileg dagskrá með lögum sem allir þekkja og geta raulað með. Svo er upplagt að eiga gott sunnudagseftirmiðdegi með stuði og skemmtilegri dagskrá og fara svo út að borða á eftir,“ segir hann. Pitch Hammer Music og Veigar hafa unnið tónlist fyrir markaðsherferðir í tengslum við nokkrar nýlegar kvikmyndir, til dæmis: War Dogs, Star Trek: Beyond, BFG, Inferno, Captain America: Civil War.
Tónlist Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira