Innlent

Sjómenn leggja niður störf

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki.
Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. vísir/vilhelm/ernir
Ekki náðist sátt í samningaviðræðum í kjaradeilu sjómanna. Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum sínum en enn sitja vélstjórar við samningsborðið.

„Þetta strandaði á mönnunarmálumá mönnunarmálum íslenska fiskiskipaflotans, eða hluta af honum. Við teljum okkur ekki getað teygt okkur neðar í því en við buðum fram. Við teljum að það sé orðið þannig að það séu allt of fáir á þessum skipum og við getum ekki sætt okkur við það,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambands Íslands, í samtali við Vísi.

„Undirmenn á fiskiskipum eru á leið í verkfall í kvöld,“ segir Valmundur.

Verkfallið nær til 3.500 sjómanna og hefst klukkan 23 í kvöld.

Engin lausn í sjónmáli

Valmundur segir enga lausn í sjónmáli og að viðræðunum hafi verið slitið um hálf tíu í kvöld. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað sjómenn aftur að samningsborðinu og Valmundur segist ekki vita hvenær það verður gert.

Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×