„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 10:52 Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. vísir/vilhelm/ernir Allt kapp verður lagt á að reyna að afstýra verkfalli sjómanna, sem að óbreyttu hefst klukkan 23 í kvöld. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna koma saman í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13.30 í dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort fundurinn í dag muni bera árangur. „Menn eru bara að tala saman. Það eru svona 50/50 líkur og við reynum, en það er ekkert víst að það takist,“ segir Valmundur, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samkomulag náist. Deiluaðilar áttu tæplega tveggja klukkustunda formlegan fund hjá sáttasemjara í gærkvöldi, eftir fundi fyrr um daginn með baklöndum sínum. Samkomulag náðist um fiskverð, en engir samningar þess efnis hafa verið undirritaðir. Heimildir fréttastofu herma þó að hugmyndum um jöfnun fiskverðs hafi verið tekið vel í báðum fylkingum í gær, en það hefur verið aðal ágreiningsmálið til þessa. Valmundur vill ekki gefa upp hvað rætt verður á fundinum í dag. „Það er algjört trúnaðarmál. Við erum undir stjórn sáttasemjara og bundnir algjörum trúnaði,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að lög verði sett á fyrirhugað verkfall, líkt og fyrir sextán árum, segist hann lítið hafa spáð í það, nú verði öll vinna lögð í það að reyna að ná samkomulagi. „Ég hef bara ekkert spáð í það. Við krefjumst þess bara að fá að semja eins og aðrir,“ segir Valmundur. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Náðu samkomulagi um fiskverð Deiluaðilar hittast aftur í karphúsinu. 9. nóvember 2016 10:41 Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Allt kapp verður lagt á að reyna að afstýra verkfalli sjómanna, sem að óbreyttu hefst klukkan 23 í kvöld. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna koma saman í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13.30 í dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort fundurinn í dag muni bera árangur. „Menn eru bara að tala saman. Það eru svona 50/50 líkur og við reynum, en það er ekkert víst að það takist,“ segir Valmundur, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samkomulag náist. Deiluaðilar áttu tæplega tveggja klukkustunda formlegan fund hjá sáttasemjara í gærkvöldi, eftir fundi fyrr um daginn með baklöndum sínum. Samkomulag náðist um fiskverð, en engir samningar þess efnis hafa verið undirritaðir. Heimildir fréttastofu herma þó að hugmyndum um jöfnun fiskverðs hafi verið tekið vel í báðum fylkingum í gær, en það hefur verið aðal ágreiningsmálið til þessa. Valmundur vill ekki gefa upp hvað rætt verður á fundinum í dag. „Það er algjört trúnaðarmál. Við erum undir stjórn sáttasemjara og bundnir algjörum trúnaði,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að lög verði sett á fyrirhugað verkfall, líkt og fyrir sextán árum, segist hann lítið hafa spáð í það, nú verði öll vinna lögð í það að reyna að ná samkomulagi. „Ég hef bara ekkert spáð í það. Við krefjumst þess bara að fá að semja eins og aðrir,“ segir Valmundur.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Náðu samkomulagi um fiskverð Deiluaðilar hittast aftur í karphúsinu. 9. nóvember 2016 10:41 Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04