„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 10:52 Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. vísir/vilhelm/ernir Allt kapp verður lagt á að reyna að afstýra verkfalli sjómanna, sem að óbreyttu hefst klukkan 23 í kvöld. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna koma saman í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13.30 í dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort fundurinn í dag muni bera árangur. „Menn eru bara að tala saman. Það eru svona 50/50 líkur og við reynum, en það er ekkert víst að það takist,“ segir Valmundur, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samkomulag náist. Deiluaðilar áttu tæplega tveggja klukkustunda formlegan fund hjá sáttasemjara í gærkvöldi, eftir fundi fyrr um daginn með baklöndum sínum. Samkomulag náðist um fiskverð, en engir samningar þess efnis hafa verið undirritaðir. Heimildir fréttastofu herma þó að hugmyndum um jöfnun fiskverðs hafi verið tekið vel í báðum fylkingum í gær, en það hefur verið aðal ágreiningsmálið til þessa. Valmundur vill ekki gefa upp hvað rætt verður á fundinum í dag. „Það er algjört trúnaðarmál. Við erum undir stjórn sáttasemjara og bundnir algjörum trúnaði,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að lög verði sett á fyrirhugað verkfall, líkt og fyrir sextán árum, segist hann lítið hafa spáð í það, nú verði öll vinna lögð í það að reyna að ná samkomulagi. „Ég hef bara ekkert spáð í það. Við krefjumst þess bara að fá að semja eins og aðrir,“ segir Valmundur. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Náðu samkomulagi um fiskverð Deiluaðilar hittast aftur í karphúsinu. 9. nóvember 2016 10:41 Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Allt kapp verður lagt á að reyna að afstýra verkfalli sjómanna, sem að óbreyttu hefst klukkan 23 í kvöld. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna koma saman í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13.30 í dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort fundurinn í dag muni bera árangur. „Menn eru bara að tala saman. Það eru svona 50/50 líkur og við reynum, en það er ekkert víst að það takist,“ segir Valmundur, aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samkomulag náist. Deiluaðilar áttu tæplega tveggja klukkustunda formlegan fund hjá sáttasemjara í gærkvöldi, eftir fundi fyrr um daginn með baklöndum sínum. Samkomulag náðist um fiskverð, en engir samningar þess efnis hafa verið undirritaðir. Heimildir fréttastofu herma þó að hugmyndum um jöfnun fiskverðs hafi verið tekið vel í báðum fylkingum í gær, en það hefur verið aðal ágreiningsmálið til þessa. Valmundur vill ekki gefa upp hvað rætt verður á fundinum í dag. „Það er algjört trúnaðarmál. Við erum undir stjórn sáttasemjara og bundnir algjörum trúnaði,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að lög verði sett á fyrirhugað verkfall, líkt og fyrir sextán árum, segist hann lítið hafa spáð í það, nú verði öll vinna lögð í það að reyna að ná samkomulagi. „Ég hef bara ekkert spáð í það. Við krefjumst þess bara að fá að semja eins og aðrir,“ segir Valmundur.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Náðu samkomulagi um fiskverð Deiluaðilar hittast aftur í karphúsinu. 9. nóvember 2016 10:41 Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Framkvæmdastjóri SFS segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. 8. nóvember 2016 15:04