„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 10:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir. Vísir „Ég hef bara gert formanni Sjálfstæðisflokks grein fyrir því að ég telji mjög ólíklegt að viðræður myndu skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi en í frétt Morgunblaðsins í dag er því haldið fram að Vinstri græn hafi hafnað því að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Katrín segir við Vísi að hún vilji ekki vitna frekar í tveggja manna tal þegar hún er spurð hvort þetta sé endanleg niðurstaða, að Vinstri græn hafni alfarið stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn.Bjarni Ben og Kata Jak er formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.visir/anton brink„Ég hef bara gert honum grein fyrir því að ég telji ólíklegt að þær skili árangri,“ segir Katrín. Bjarni sagði sjálfur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að það væri útséð um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Spurð hvert svarið yrði ef Bjarni Benediktsson myndi hringja í hana í dag og biðja hana um að mæta til fundar við sig um meirihlutasamstarf endurtekur Katrín að hún hafi gert Bjarna grein fyrir að hún telji ólíklegt að slíkar viðræður myndu skila árangri.En þú tekur upp símann ef Bjarni hringir í þig? „Já, já. Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni,“ svarar Katrín.Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að mikill þrýstingur hafi verið á Katrínu Jakobsdóttur innan Vinstri grænna að ræða ekki við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þrýstingurinn sé að sögn Morgunblaðsins frá ungliðahreyfingu flokksins og grasrót og hafi birst í hótunum um afsagnir úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Spurð út í þetta segir Katrín að það sé alveg kunnugt að fólk innan Vinstri grænna hafi ekki verið áhugasamt um samstarf, eins og áður hefur komið fram í máli Katrínar. „Ég hef ekki fengið neinar hótanir,“ segir Katrín. „Ég hef sagt það margoft að það er mjög langt á milli flokka og þess vegna tel ég ólíklegt að viðræður muni skila árangri. Það er staðan.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
„Ég hef bara gert formanni Sjálfstæðisflokks grein fyrir því að ég telji mjög ólíklegt að viðræður myndu skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi en í frétt Morgunblaðsins í dag er því haldið fram að Vinstri græn hafi hafnað því að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Katrín segir við Vísi að hún vilji ekki vitna frekar í tveggja manna tal þegar hún er spurð hvort þetta sé endanleg niðurstaða, að Vinstri græn hafni alfarið stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn.Bjarni Ben og Kata Jak er formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.visir/anton brink„Ég hef bara gert honum grein fyrir því að ég telji ólíklegt að þær skili árangri,“ segir Katrín. Bjarni sagði sjálfur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að það væri útséð um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Spurð hvert svarið yrði ef Bjarni Benediktsson myndi hringja í hana í dag og biðja hana um að mæta til fundar við sig um meirihlutasamstarf endurtekur Katrín að hún hafi gert Bjarna grein fyrir að hún telji ólíklegt að slíkar viðræður myndu skila árangri.En þú tekur upp símann ef Bjarni hringir í þig? „Já, já. Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni,“ svarar Katrín.Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að mikill þrýstingur hafi verið á Katrínu Jakobsdóttur innan Vinstri grænna að ræða ekki við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þrýstingurinn sé að sögn Morgunblaðsins frá ungliðahreyfingu flokksins og grasrót og hafi birst í hótunum um afsagnir úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Spurð út í þetta segir Katrín að það sé alveg kunnugt að fólk innan Vinstri grænna hafi ekki verið áhugasamt um samstarf, eins og áður hefur komið fram í máli Katrínar. „Ég hef ekki fengið neinar hótanir,“ segir Katrín. „Ég hef sagt það margoft að það er mjög langt á milli flokka og þess vegna tel ég ólíklegt að viðræður muni skila árangri. Það er staðan.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15
Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16
Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00