Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Á þessari stundu er ekkert víst að Bjarni Benediktsson muni hefja stjórnarmyndunarviðræður. Hann segir snúið að mynda stjórn eftir kosningarnar. vísir/vilhelm „Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira