Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 14:49 „Við erum að róa lífróður svo þessi starfsemi geti haldið áfram," segir Kristinn. Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. Næstu skref verði að reyna að byggja upp trúverðugleika Brúneggja, sem verði meðal annars gert með því að bjóða fjölmiðlum og verslunum að skoða aðstæður. „Við erum að róa lífróður svo þessi starfsemi geti haldið áfram. Varan okkar er í lagi, okkur hefur ekki verið bannað að selja þær, og við erum með fullgilt starfsleyfi. Við erum með réttan fuglafjölda og góða aðstöðu á okkar búum,“ segir Kristinn Gylfi í samtali við Vísi. Greint var frá því í Kastljósi í gær að fyrirtækið Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum. Þar kom einnig fram að aðbúnaði hefði verið verulega ábótavant og hænur illa hirtar. Málið hefur vakið verulegan óhug og hafa fjölmargir lýst því yfir að þeir muni sniðganga vörur Brúneggja, ásamt því sem allar helstu stórverslanir hafa tekið egg þeirra úr sölu. Heldur í vonina Aðspurður segist Kristinn halda í vonina um að málið muni ekki koma fyrirtækinu um koll. „Við ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar. Við ætlum að sýna fram á að aðstæður séu góðar hjá okkur, meðal annars með því að bjóða fjölmiðlum og verslunum að koma og skoða aðstæðurnar,“ segir hann. „Það verður svo að ráðast hvort vörur frá okkur komist í sölu aftur og hvort neytendur vilji þær. Við höfum haft búin okkar opin fyrir fjölmiðlum í gegnum tíðina. Það sem kom fram í Kastljósi í gær eru upplýsingar liðins tíma úr eftirlitsskýrslu og eingöngu dæmi um frávik sem ekki lýsa hvernig rekstri okkar er háttar.“ Hvernig útskýrirðu þá myndskeiðin sem birt voru í Kastljósi? „Þessi myndskeið höfum við reyndar ekki séð áður og þau voru tekin af hópi sem var slátrað stuttu síðar. Hópurinn var kominn á aldur og við lok varpskeiðs. Þetta eru auðvitað ekki góðar myndir og þær lýsa ekki stöðunni eins og hún er í dag heldur þessum frávikum á þeim tíma,“ segir Kristinn. Aðspurður hvort umrædd frávik hafi ekki verið alvarleg, að hans mati, segir hann að svo hafi verið, og að leyst hafi verið úr þeim. „Það getur verið þannig í stórum hópi fugla að sumir líta verr út en aðrir. Þetta var ekki eðlilegt ástand og hænunum slátrað skömmu seinna.“ Þá segist Kristinn ætla að reyna hvað hann getur til að koma fyrirtækinu á skrið aftur. „Ég vona að við náum því.“ Uppfært: Anton Brink ljósmyndari leit við hjá Kristni nú síðdegis og tók eftirfarandi myndskeið. Hér að neðan má sjá myndbandsupptökur frá MAST, sem teknar voru í húsnæði Búreggja. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. Næstu skref verði að reyna að byggja upp trúverðugleika Brúneggja, sem verði meðal annars gert með því að bjóða fjölmiðlum og verslunum að skoða aðstæður. „Við erum að róa lífróður svo þessi starfsemi geti haldið áfram. Varan okkar er í lagi, okkur hefur ekki verið bannað að selja þær, og við erum með fullgilt starfsleyfi. Við erum með réttan fuglafjölda og góða aðstöðu á okkar búum,“ segir Kristinn Gylfi í samtali við Vísi. Greint var frá því í Kastljósi í gær að fyrirtækið Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum. Þar kom einnig fram að aðbúnaði hefði verið verulega ábótavant og hænur illa hirtar. Málið hefur vakið verulegan óhug og hafa fjölmargir lýst því yfir að þeir muni sniðganga vörur Brúneggja, ásamt því sem allar helstu stórverslanir hafa tekið egg þeirra úr sölu. Heldur í vonina Aðspurður segist Kristinn halda í vonina um að málið muni ekki koma fyrirtækinu um koll. „Við ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar. Við ætlum að sýna fram á að aðstæður séu góðar hjá okkur, meðal annars með því að bjóða fjölmiðlum og verslunum að koma og skoða aðstæðurnar,“ segir hann. „Það verður svo að ráðast hvort vörur frá okkur komist í sölu aftur og hvort neytendur vilji þær. Við höfum haft búin okkar opin fyrir fjölmiðlum í gegnum tíðina. Það sem kom fram í Kastljósi í gær eru upplýsingar liðins tíma úr eftirlitsskýrslu og eingöngu dæmi um frávik sem ekki lýsa hvernig rekstri okkar er háttar.“ Hvernig útskýrirðu þá myndskeiðin sem birt voru í Kastljósi? „Þessi myndskeið höfum við reyndar ekki séð áður og þau voru tekin af hópi sem var slátrað stuttu síðar. Hópurinn var kominn á aldur og við lok varpskeiðs. Þetta eru auðvitað ekki góðar myndir og þær lýsa ekki stöðunni eins og hún er í dag heldur þessum frávikum á þeim tíma,“ segir Kristinn. Aðspurður hvort umrædd frávik hafi ekki verið alvarleg, að hans mati, segir hann að svo hafi verið, og að leyst hafi verið úr þeim. „Það getur verið þannig í stórum hópi fugla að sumir líta verr út en aðrir. Þetta var ekki eðlilegt ástand og hænunum slátrað skömmu seinna.“ Þá segist Kristinn ætla að reyna hvað hann getur til að koma fyrirtækinu á skrið aftur. „Ég vona að við náum því.“ Uppfært: Anton Brink ljósmyndari leit við hjá Kristni nú síðdegis og tók eftirfarandi myndskeið. Hér að neðan má sjá myndbandsupptökur frá MAST, sem teknar voru í húsnæði Búreggja.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28