Fyrsti Bugatti Chiron sem er rústað Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 11:19 Gæti verið svolítið dýrt óhapp. Þegar 1.500 hestöfl eru til takst er líklega auðvelt að lenda í óhappi og það hefur einmitt gerst með fyrsta Bugatti Chiron bílinn. Það gætu margir haldið að Bugatti Chiron hafi verið lengi til, svo mikið og lengi er búið að tala um þetta kraftatröll, en staðreyndin er sú að fyrstu eigendur hans hafa einungis átt sína bíla í rétt um tvo mánuði. Það tók því ekki langan tíma fyrir einn þeirra að skemma hressilega bíl sinn, en það gerðist í Þýskalandi. Þýska dagblaðið Bild greindi frá því að þessi Bugatti Chiron hafi endað ofan í skurði eftir að ökumaður hans missti stjórn á honum. Hann skemmdist eðlilega mikið að framan, en samt sem áður er bíllinn ekki gerónýtur. Ökumaður bílsins meiddist ekkert í óhappinu, enda öryggismálin líklega í lagi í þessum rándýra bíl, en hann kostar 325 milljónir króna. Bugatti er einn margra bílaframleiðenda sem tilheyra stóru Volkswagen bílasamstæðunni. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Þegar 1.500 hestöfl eru til takst er líklega auðvelt að lenda í óhappi og það hefur einmitt gerst með fyrsta Bugatti Chiron bílinn. Það gætu margir haldið að Bugatti Chiron hafi verið lengi til, svo mikið og lengi er búið að tala um þetta kraftatröll, en staðreyndin er sú að fyrstu eigendur hans hafa einungis átt sína bíla í rétt um tvo mánuði. Það tók því ekki langan tíma fyrir einn þeirra að skemma hressilega bíl sinn, en það gerðist í Þýskalandi. Þýska dagblaðið Bild greindi frá því að þessi Bugatti Chiron hafi endað ofan í skurði eftir að ökumaður hans missti stjórn á honum. Hann skemmdist eðlilega mikið að framan, en samt sem áður er bíllinn ekki gerónýtur. Ökumaður bílsins meiddist ekkert í óhappinu, enda öryggismálin líklega í lagi í þessum rándýra bíl, en hann kostar 325 milljónir króna. Bugatti er einn margra bílaframleiðenda sem tilheyra stóru Volkswagen bílasamstæðunni.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent