Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 19:00 Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“ Flóttamenn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“
Flóttamenn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira