Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 10:46 Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01