Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Viðreisn er nú á lokuðum fundi í þinghúsinu til að ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar. Málin þokuðust hægt um helgina. Við ræðum í fréttatíma Stöðvar 2 við Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar og Þorstein Víglundsson þingmann flokksins.

Dæmi er um að háskólamenntaðir innflytjendur þurfi að villa á sér heimildir til þess eiga möguleika á atvinnuviðtali. Við fjöllum um þetta og aðrar birtingarmyndir fordóma í garð innflytjenda í fréttatímanum.

Um þrjúhundruð og fimmtíu starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan í bónus á næsta ári vegna góðs gengis fyrirtækisins. Þetta er leið fyrirtækisins til að leyfa starfsmönnum að njóta ávinningsins.

 

Ný minnihlutastjórn Venstre, Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins tekur við völdum í Danmörku á morgun.

Við fjöllum líka um besta vin mannsins en hundar gegna mikilvægu hlutverki í iðjuþjálfun á Kleppsspítala. Sjúklingur með félagsfælni segir hundana minnka kvíða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×