Innlent

Þingmenn Viðreisnar hittast og meina fjölmiðlum um aðgang að Alþingi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þorsteinn Víglundsson vildi lítið tjá sig þegar fréttamaður Stöðvar 2 tók hann tali fyrir utan þinghúsið.
Þorsteinn Víglundsson vildi lítið tjá sig þegar fréttamaður Stöðvar 2 tók hann tali fyrir utan þinghúsið. vísir/ernir
Þingmenn Viðreisnar komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú fyrir skömmu, eða á fimmta tímanum. Gera má ráð fyrir að á fundinum verði lagt til að formlegar stjórnarmyndunarviðræður milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar verði teknar upp að nýju.

Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Heimildir herma að boða hefði átt þingmenn á fund ef einhver niðurstaða kæmi út úr samtölum formanna flokkanna þriggja, en þeir hittust allir í morgun.

Viðreisn fór fram á það við þingverði að fjölmiðlum yrði meinaður aðgangur að Alþingi á meðan fundurinn stæði yfir og hafa ekki viljað leyfa myndatökur. Það telst nokkuð sjaldgæft að dyrum Alþingis sé lokað en þingverðir hafa ekki viljað tjá sig um málið í kvöld, né skrifstofustjóri Alþingis. Strangar reglur gilda í Alþingishúsinu en almenningur og fjölmiðlar fá einungis að heimild til að vera inni á ákveðnum svæðum í húsinu.

Uppfært:

Þingverðir gáfu fjölmiðlamönnum þau svör að þingflokkur Viðreisnar hefðu lagt fram kröfu um að húsinu yrði lokað. Þingmenn Viðreisnar segjast hins vegar ekki kannast við þessa kröfu, í samtali við frèttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×