Líkur á samstarfi aukast Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:43 Bjarni Ben, Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson skunda í átt að viðræðum Vísir/Vilhelm/Anton Líkur á samstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar í ríkisstjórn hafa aukist að nýju. Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. RÚV greinir frá þessu.Óformlegar þreifingar hafa verið á milli flokkanna síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til forseta Íslands síðastliðinn föstudag. Katrínu tókst ekki að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem henni þótti vænlegust en sú stjórn hefði legið frá vinstri til miðju. Í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í gær sagðist hún þó hafa reynt sitt besta en að flokkarnir hefðu verið ólíkir, ekki einungis málefnalega heldur einnig „menningarlega“. Formenn flokkanna hafa ekki sagt margt opinberlega og erfitt hefur reynst að ná í þá og fá skýr svör. Gera má ráð fyrir að tíminn sem liðið hefur frá kosningum hafi hvatt formenn flokkanna að koma opnari að samningsborðinu og vera tilbúnir að gera málamiðlanir, annars glitti í stjórnarkreppu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði lagt áherslu í samtölum sínum við formennina að stjórnmálafólk yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sem á herður þeirra væri lagt enda væri mikilvægt að í landinu væri mynduð ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt síðasta föstudag. Samkvæmt fréttastofu RÚV hafa Vinstri græn og Samfylkingin ekki átt í formlegum viðræðum við neinn um helgina. Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00 Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Katrín á leið til Bessastaða Hittir forsetann á fundi. 25. nóvember 2016 09:11 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Líkur á samstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar í ríkisstjórn hafa aukist að nýju. Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. RÚV greinir frá þessu.Óformlegar þreifingar hafa verið á milli flokkanna síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til forseta Íslands síðastliðinn föstudag. Katrínu tókst ekki að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem henni þótti vænlegust en sú stjórn hefði legið frá vinstri til miðju. Í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í gær sagðist hún þó hafa reynt sitt besta en að flokkarnir hefðu verið ólíkir, ekki einungis málefnalega heldur einnig „menningarlega“. Formenn flokkanna hafa ekki sagt margt opinberlega og erfitt hefur reynst að ná í þá og fá skýr svör. Gera má ráð fyrir að tíminn sem liðið hefur frá kosningum hafi hvatt formenn flokkanna að koma opnari að samningsborðinu og vera tilbúnir að gera málamiðlanir, annars glitti í stjórnarkreppu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði lagt áherslu í samtölum sínum við formennina að stjórnmálafólk yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sem á herður þeirra væri lagt enda væri mikilvægt að í landinu væri mynduð ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt síðasta föstudag. Samkvæmt fréttastofu RÚV hafa Vinstri græn og Samfylkingin ekki átt í formlegum viðræðum við neinn um helgina.
Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00 Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Katrín á leið til Bessastaða Hittir forsetann á fundi. 25. nóvember 2016 09:11 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Telur brýnt að Alþingi komi bráðlega saman. 25. nóvember 2016 19:00
Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. 27. nóvember 2016 12:08
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41