Ræða hvort Bretar geti greitt árgjald til að viðhalda ESB-réttindum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 15:15 Guy Verhofstadt leiðir Brexit-viðræður fyrir hönd Evrópuþingsins. Vísir/Getty Evrópuþingmaðurinn Guy Verhofstadt segist styðja við hugmyndir þess eftir að breskir ríkisborgarar geti greitt árgjald og þannig viðhaldið þeim einstaklingsréttingum sem fylgja aðild ríkis að ESB. Sky greinir frrá þessu en Verhofstadt leiðir Brexit-viðræðurnar fyrir hönd Evrópuþingsins. Með greiðslu slíks árgjalds gætu Bretar fengið réttindi til að dvelja innan Evrópu ásamt því að kjósa í kosningum á vegum sambandsins.Tvískipt þjóð„Margir segjast ekki vilja klippa á tengslin“, segir Verhofstadt og nefnir að honum líki sú hugmynd að fólk sem telji sig vera Evrópubúa hafi réttinn til að velja hvort þeir sem einstaklingar eigi aðild að Evrópusambandinu. Charles Goerens, þingmaður Evrópuþingsins, kom fram með tillöguna og taldi að Bretar gætu jafnvel haft möguleikann á að gerast einstaklingsmeðlimir að sambandinu án þess að greiða fé fyrir, en ekki hefur náðst samþykki um þann þátt tillögunnar. Goerens nefnir að um 15 til 30 milljónir Breta sjái eftir niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. Þess vegna hafi hann lagt þessa tillögu fram til að þeir Bretar sem áhuga hafi, geti enn haldið réttindum sínum innan Evrópusambandsins.Áhugasamir haldi réttindum sínumÞingmenn Evrópuþingsins munu kjósa um tillöguna undir lok ársins en til þess að tillagan verði samþykkt þurfa leiðtogar allra 27 aðildarríkjanna ásamt Evrópuþinginu að styðja hana. Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen, sem studdi útgöngu Breta, telur þetta vera eina leið til að skapa klofning í bresku samfélagi og búa til tvær stríðandi fylkingar. Nefnir hann að Brussel muni nú reyna allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir útgöngu Breta úr ESB. Brexit Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Evrópuþingmaðurinn Guy Verhofstadt segist styðja við hugmyndir þess eftir að breskir ríkisborgarar geti greitt árgjald og þannig viðhaldið þeim einstaklingsréttingum sem fylgja aðild ríkis að ESB. Sky greinir frrá þessu en Verhofstadt leiðir Brexit-viðræðurnar fyrir hönd Evrópuþingsins. Með greiðslu slíks árgjalds gætu Bretar fengið réttindi til að dvelja innan Evrópu ásamt því að kjósa í kosningum á vegum sambandsins.Tvískipt þjóð„Margir segjast ekki vilja klippa á tengslin“, segir Verhofstadt og nefnir að honum líki sú hugmynd að fólk sem telji sig vera Evrópubúa hafi réttinn til að velja hvort þeir sem einstaklingar eigi aðild að Evrópusambandinu. Charles Goerens, þingmaður Evrópuþingsins, kom fram með tillöguna og taldi að Bretar gætu jafnvel haft möguleikann á að gerast einstaklingsmeðlimir að sambandinu án þess að greiða fé fyrir, en ekki hefur náðst samþykki um þann þátt tillögunnar. Goerens nefnir að um 15 til 30 milljónir Breta sjái eftir niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. Þess vegna hafi hann lagt þessa tillögu fram til að þeir Bretar sem áhuga hafi, geti enn haldið réttindum sínum innan Evrópusambandsins.Áhugasamir haldi réttindum sínumÞingmenn Evrópuþingsins munu kjósa um tillöguna undir lok ársins en til þess að tillagan verði samþykkt þurfa leiðtogar allra 27 aðildarríkjanna ásamt Evrópuþinginu að styðja hana. Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen, sem studdi útgöngu Breta, telur þetta vera eina leið til að skapa klofning í bresku samfélagi og búa til tvær stríðandi fylkingar. Nefnir hann að Brussel muni nú reyna allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir útgöngu Breta úr ESB.
Brexit Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira