Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Snærós Sindradóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira