Kolbrúnarskáldið á face-book? Óttar Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Eftir orrustuna við Stiklastaði reikaði Þormóður Kolbrúnarskáld, illa sár, inn í hlöðu þar sem særðir menn lágu. Hrokafullur bóndi hæddist að konungsmönnum og sagði þá kvartsára. Þormóður reiddist og hjó af manninum báðar rasskinnarnar og sagði honum“ eins og geit og veinaði sem meri en aðrir í hlöðunni kvörtuðu ekki þrátt fyrir alvarlega áverka. Þormóður gerði gys að þessum vælukjóa, enda tíðkaðist ekki að bera harm sinn á torg. Nú er öldin önnur. Bóndinn mundi umsvifalaust skrifa um lífsreynslu sína á face-book og lýsa nákvæmlega áverkum sínum og þjáningum. Hann mundi birta myndir af sér á sjúkrabeði, liggjandi á maganum með umbúðir á rassinum og vökva í æð. Allir vinir bóndans gætu á næstu vikum fylgst nákvæmlega með veikindum hans, lyfjagjöfum, þvaglátum, hægðum og gangi meðferðar. Nýjar myndir daglega. Væntanlega myndi hann fá nokkur þúsund læk og ómælda samúð og athygli. Afstaða þjóðarinnar til friðhelgi einkalífsins hefur gjörbreyst á síðasta áratug. Athafnir daglegs lífs í gleði og sorg, trúlofanir, afmælisdagar, veikindi, dauði og fæðingar eru gerðar öllum opinberar. Þessu fylgir algjört markaleysi gagnvart viðkvæmum persónulegum upplýsingum og myndum sem er kastað út á internetið gagnrýnislaust. Menn hugsa upphátt fyrir framan tölvuna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Aldrei hefði Þormóður Kolbrúnarskáld farið á face-book enda gekk hann undir dulnefninu Ótryggur Tortryggsson í Fóstbræðrasögu. Hann vissi sem var að ekki eru allir viðhæjendur vinir svo að hann hefði ekki lagt líf sitt í kjöltu alþjóðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun
Eftir orrustuna við Stiklastaði reikaði Þormóður Kolbrúnarskáld, illa sár, inn í hlöðu þar sem særðir menn lágu. Hrokafullur bóndi hæddist að konungsmönnum og sagði þá kvartsára. Þormóður reiddist og hjó af manninum báðar rasskinnarnar og sagði honum“ eins og geit og veinaði sem meri en aðrir í hlöðunni kvörtuðu ekki þrátt fyrir alvarlega áverka. Þormóður gerði gys að þessum vælukjóa, enda tíðkaðist ekki að bera harm sinn á torg. Nú er öldin önnur. Bóndinn mundi umsvifalaust skrifa um lífsreynslu sína á face-book og lýsa nákvæmlega áverkum sínum og þjáningum. Hann mundi birta myndir af sér á sjúkrabeði, liggjandi á maganum með umbúðir á rassinum og vökva í æð. Allir vinir bóndans gætu á næstu vikum fylgst nákvæmlega með veikindum hans, lyfjagjöfum, þvaglátum, hægðum og gangi meðferðar. Nýjar myndir daglega. Væntanlega myndi hann fá nokkur þúsund læk og ómælda samúð og athygli. Afstaða þjóðarinnar til friðhelgi einkalífsins hefur gjörbreyst á síðasta áratug. Athafnir daglegs lífs í gleði og sorg, trúlofanir, afmælisdagar, veikindi, dauði og fæðingar eru gerðar öllum opinberar. Þessu fylgir algjört markaleysi gagnvart viðkvæmum persónulegum upplýsingum og myndum sem er kastað út á internetið gagnrýnislaust. Menn hugsa upphátt fyrir framan tölvuna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Aldrei hefði Þormóður Kolbrúnarskáld farið á face-book enda gekk hann undir dulnefninu Ótryggur Tortryggsson í Fóstbræðrasögu. Hann vissi sem var að ekki eru allir viðhæjendur vinir svo að hann hefði ekki lagt líf sitt í kjöltu alþjóðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun