Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2016 13:11 Össur rýnir í hina pólitísku stöðu: "Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“ Kosningar 2016 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“
Kosningar 2016 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira