Nautn – Erótík og tengsl við munúð efnisins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 11:30 Inga Jónsdóttir safnstjóri, Jóhann Ludwig, Helgi Hjaltalín, Birgir, Anna, Eygló og Guðný. Lengst til hægri er Hlynur Hallsson safnstjóri. Mynd/Daníel Starrrason Nautn / Conspiracy of Pleasure er samstarfssýning Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri. Hún var sett upp fyrir norðan í sumar en er nú komin suður yfir heiðar og verður opnuð í Hveragerði klukkan 14 á morgun, laugardag. Inga Jónsdóttir safnstjóri þar segir hana hafa tekið smá breytingum við flutninginn. Bæði hafi ný verk bæst við og hver sýning sé aðlöguð því rými sem hún er sýnd í. „Það er alltaf blæbrigðamunur því hver staður kallar á breytta útfærslu,“ útskýrir hún. Inga segir ánægjulegt að eiga samstarf þvert á hálendið. „Það eru listamenn bæði að norðan og sunnan sem sýna og þeir taka þátt í uppsetningunni. Fimm þeirra eru með innsetningar sem þeir þurfa að aðlaga nýjum stað. Hluti af verki Jóhanns Torfasonar er til dæmis silkiþrykk á vegg.“ Nautn er marglaga sýning að sögn Ingu. „Þar eru margar tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun og neyslu. Upphaflega ætlaði ég að hafa sýninguna hér á næsta ári en ákvað svo að opna hana núna fyrir jól þegar neysluhyggjan er í hámarki. Myndlist er gott tjáningarform og það er margt í samfélaginu sem kallast á við það sem sýningin fjallar um,“ fullyrðir hún og nefnir dæmi. „Helgi Hjaltalín tekur svolítið á lýðskrumi og auglýsingum þar sem allt er sett í fallegan búning án þess að hugað sé að innihaldinu. Jóhann Ludwig Torfason er með svartan húmor, gráglettin verk sem nístir undan um leið og brosað er út í annað. Birgir Sigurðsson er einn sýnenda og hann verður með gjörning við opnunina klukkan 14 á morgun.“ Sú af listakonunum sem er beintengdust við erótíkina í sínum verkum er Guðný Kristmannsdóttir sem bæði fjallar um sköp og sköpun, að því er Inga lýsir. „Anna Hallin er líka með erótískar tilvísanir en allar eru þær Guðný, Anna og Eygló Harðardóttir með sterk tengsl við munúð efnisins ef svo má segja.“ Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, opnar sýninguna Nautn á morgun. „Ég opnaði sýninguna fyrir norðan og við skiptum svona með okkur verkum,“ segir Inga og tekur fram að sýningin sé opin öllum aldurshópum, það sé alltaf ókeypis inn og allir velkomnir. „Nautnin er samofin manninum og alltaf spurning hvernig farið er með hana. Ég tel að sýningin geti kveikt spurningar og umræðugrundvöll. Hún getur verið áhugaverður og náttúrulegur hvati til að fjalla um ýmislegt sem hugsanlega væri viðkvæmara að fjalla um annars staðar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016. Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nautn / Conspiracy of Pleasure er samstarfssýning Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri. Hún var sett upp fyrir norðan í sumar en er nú komin suður yfir heiðar og verður opnuð í Hveragerði klukkan 14 á morgun, laugardag. Inga Jónsdóttir safnstjóri þar segir hana hafa tekið smá breytingum við flutninginn. Bæði hafi ný verk bæst við og hver sýning sé aðlöguð því rými sem hún er sýnd í. „Það er alltaf blæbrigðamunur því hver staður kallar á breytta útfærslu,“ útskýrir hún. Inga segir ánægjulegt að eiga samstarf þvert á hálendið. „Það eru listamenn bæði að norðan og sunnan sem sýna og þeir taka þátt í uppsetningunni. Fimm þeirra eru með innsetningar sem þeir þurfa að aðlaga nýjum stað. Hluti af verki Jóhanns Torfasonar er til dæmis silkiþrykk á vegg.“ Nautn er marglaga sýning að sögn Ingu. „Þar eru margar tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun og neyslu. Upphaflega ætlaði ég að hafa sýninguna hér á næsta ári en ákvað svo að opna hana núna fyrir jól þegar neysluhyggjan er í hámarki. Myndlist er gott tjáningarform og það er margt í samfélaginu sem kallast á við það sem sýningin fjallar um,“ fullyrðir hún og nefnir dæmi. „Helgi Hjaltalín tekur svolítið á lýðskrumi og auglýsingum þar sem allt er sett í fallegan búning án þess að hugað sé að innihaldinu. Jóhann Ludwig Torfason er með svartan húmor, gráglettin verk sem nístir undan um leið og brosað er út í annað. Birgir Sigurðsson er einn sýnenda og hann verður með gjörning við opnunina klukkan 14 á morgun.“ Sú af listakonunum sem er beintengdust við erótíkina í sínum verkum er Guðný Kristmannsdóttir sem bæði fjallar um sköp og sköpun, að því er Inga lýsir. „Anna Hallin er líka með erótískar tilvísanir en allar eru þær Guðný, Anna og Eygló Harðardóttir með sterk tengsl við munúð efnisins ef svo má segja.“ Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, opnar sýninguna Nautn á morgun. „Ég opnaði sýninguna fyrir norðan og við skiptum svona með okkur verkum,“ segir Inga og tekur fram að sýningin sé opin öllum aldurshópum, það sé alltaf ókeypis inn og allir velkomnir. „Nautnin er samofin manninum og alltaf spurning hvernig farið er með hana. Ég tel að sýningin geti kveikt spurningar og umræðugrundvöll. Hún getur verið áhugaverður og náttúrulegur hvati til að fjalla um ýmislegt sem hugsanlega væri viðkvæmara að fjalla um annars staðar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira