Mig langar alltaf að leika mér og gera eitthvað nýtt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:30 "Best að skreppa upp á háaloftið og ná í jólaskrautið,“ gæti Einar verið að hugsa þarna efst í stiganum. Vísir/Eyþór Árnason Hann er einn á sviðinu, í öfugri peysunni, hálfflæktur í seríunni og með hangikjöt í hárinu. Bergur Þór Ingólfsson leikari hefur skapað nýja persónu, Einar, sem er alger einstæðingur en leiðist aldrei. Dótið í kring um hann er dæmigert háaloftsdót, gömul föt og ferðatöskur og einhvern veginn hefur gömul eldavél slæðst með. Við vitum ekki hvort Einar er tölvumaður en tölvan er að minnsta kosti ekki sýnileg. Hér er æfing í gangi á leikritinu Jólaflækju. Rennslinu er að ljúka á Litla sviðinu og eftir það tyllum við Bergur okkur niður við borð í anddyri Borgarleikhússins þar sem hann lýsir því hvernig þessi sýning kom til og hvað hann sé að bralla þar. „Mig langar alltaf að leika mér. Grufla aðeins í sköpunarmættinum og gera eitthvað nýtt,“ segir Bergur Þór grallaralegur. Nú kveðst hann hafa fengið tækifæri til að búa til sýningu á þann hátt sem hann hafi alltaf langað til. „Æfingatímabilið er spuni, bara eins og að vera ellefu ára að leika sér með dót og athuga möguleikana. Ég er með ákveðinn einstakling, hann Einar sem er alltaf einn, borðar einn og býr einn en finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Hann er hins vegar mikill klaufabárður og ég lýsi því hvernig hann tekst á við það að lokast uppi á háalofti á aðfangadagskvöld og halda jólin þar. Það er í senn raunalegt og spaugilegt.“ Leikritið Jólaflækja sprettur meðal annars frá minningum Bergs frá því hann var lítill. „Þá var ekki margt í sjónvarpinu, að minnsta kosti ekki mikið barnaefni,“ rifjar hann upp. „Reyndar voru Tommi og Jenni í fimm mínútur fyrir fréttir á mánudögum. Ég horfði alltaf á þá og líka Harold Lloyd sem var á föstudögum ef ég man rétt. Ég sæki svolítið í þetta – í einfaldleikann.“Þarna hefur Einar fundið eitthvað sem hann getur skemmt sér við.Mynd/BorgarleikhúsiðEinar er fullorðinn maður og Bergur segir Jólaflækju bæði fyrir börn og fullorðna. „Ég held að börn geti alveg fundið til með eldra fólki og sett sig í spor þess,“ segir hann. „Þessi sýning er hugsuð sem aðventuafþreying fyrir hvern sem er.“ Jólaflækja verður frumsýnd á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu á morgun klukkan 13. Sýningin er innan við klukkutími að lengd og er látbragðsleikur. Hún er þó ekki hljóðlaus því Garðar Borgþórsson gerði tónlist við sýninguna og Bergur „fékk að búa til smá“ að eigin sögn. Hann tekur fram að Móeiður Helgadóttir sé höfundur leikmyndar og búninga. Bergur hefur á síðustu árum sett upp vinsælar og fjölmennar barna- og fjölskyldusýningar. Má þar nefna Mary Poppins og Billy Elliot. „Þetta voru stórar og flóknar sýningar með yfir hundrað manna ímeil-lista,“ segir Bergur Þór. „Það er góð tilbreyting að vera bara með þrjá á póstlistanum núna og þurfa ekki að snúa öllu leikhúsinu við. Bara að dunda sér, eins og þegar ég var ellefu ára inni í herbergi með Aksjón-karlinn minn, en fá samt að búa til sögu og sýningu og nýta allt sem ég hef lært frá því ég var ellefu ára.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016. Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hann er einn á sviðinu, í öfugri peysunni, hálfflæktur í seríunni og með hangikjöt í hárinu. Bergur Þór Ingólfsson leikari hefur skapað nýja persónu, Einar, sem er alger einstæðingur en leiðist aldrei. Dótið í kring um hann er dæmigert háaloftsdót, gömul föt og ferðatöskur og einhvern veginn hefur gömul eldavél slæðst með. Við vitum ekki hvort Einar er tölvumaður en tölvan er að minnsta kosti ekki sýnileg. Hér er æfing í gangi á leikritinu Jólaflækju. Rennslinu er að ljúka á Litla sviðinu og eftir það tyllum við Bergur okkur niður við borð í anddyri Borgarleikhússins þar sem hann lýsir því hvernig þessi sýning kom til og hvað hann sé að bralla þar. „Mig langar alltaf að leika mér. Grufla aðeins í sköpunarmættinum og gera eitthvað nýtt,“ segir Bergur Þór grallaralegur. Nú kveðst hann hafa fengið tækifæri til að búa til sýningu á þann hátt sem hann hafi alltaf langað til. „Æfingatímabilið er spuni, bara eins og að vera ellefu ára að leika sér með dót og athuga möguleikana. Ég er með ákveðinn einstakling, hann Einar sem er alltaf einn, borðar einn og býr einn en finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Hann er hins vegar mikill klaufabárður og ég lýsi því hvernig hann tekst á við það að lokast uppi á háalofti á aðfangadagskvöld og halda jólin þar. Það er í senn raunalegt og spaugilegt.“ Leikritið Jólaflækja sprettur meðal annars frá minningum Bergs frá því hann var lítill. „Þá var ekki margt í sjónvarpinu, að minnsta kosti ekki mikið barnaefni,“ rifjar hann upp. „Reyndar voru Tommi og Jenni í fimm mínútur fyrir fréttir á mánudögum. Ég horfði alltaf á þá og líka Harold Lloyd sem var á föstudögum ef ég man rétt. Ég sæki svolítið í þetta – í einfaldleikann.“Þarna hefur Einar fundið eitthvað sem hann getur skemmt sér við.Mynd/BorgarleikhúsiðEinar er fullorðinn maður og Bergur segir Jólaflækju bæði fyrir börn og fullorðna. „Ég held að börn geti alveg fundið til með eldra fólki og sett sig í spor þess,“ segir hann. „Þessi sýning er hugsuð sem aðventuafþreying fyrir hvern sem er.“ Jólaflækja verður frumsýnd á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu á morgun klukkan 13. Sýningin er innan við klukkutími að lengd og er látbragðsleikur. Hún er þó ekki hljóðlaus því Garðar Borgþórsson gerði tónlist við sýninguna og Bergur „fékk að búa til smá“ að eigin sögn. Hann tekur fram að Móeiður Helgadóttir sé höfundur leikmyndar og búninga. Bergur hefur á síðustu árum sett upp vinsælar og fjölmennar barna- og fjölskyldusýningar. Má þar nefna Mary Poppins og Billy Elliot. „Þetta voru stórar og flóknar sýningar með yfir hundrað manna ímeil-lista,“ segir Bergur Þór. „Það er góð tilbreyting að vera bara með þrjá á póstlistanum núna og þurfa ekki að snúa öllu leikhúsinu við. Bara að dunda sér, eins og þegar ég var ellefu ára inni í herbergi með Aksjón-karlinn minn, en fá samt að búa til sögu og sýningu og nýta allt sem ég hef lært frá því ég var ellefu ára.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira