Falleg en myrk og brengluð fantasía Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. nóvember 2016 11:00 Upprunalegt umslag plötunnar, teiknað af George Condo, en það var bannað í sumum búðum. Samtals teiknaði Condo níu mismunandi myndir fyrir umslagið. Kanye West hefur átt mjög strembna viku þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá rapparanum fjölhæfa. Á miðvikudaginn kom út nýjasta útgáfan af Yeezy Boost skónum sem hann hannar með Adidas og hafa gjörsamlega sett heim „sneakerheads“ á hliðina og verða að teljast ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á laugardaginn æddi hann af sviðinu á tónleikum sínum í Sacramento eftir að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum við Donald Trump. Í framhaldinu aflýsti hann síðan restinni af tónleikaferðalagi sínu og toppaði þetta svo á mánudaginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á þriðjudaginn voru hins vegar nákvæmlega sex ár síðan My Beautiful Dark Twisted Fantasy, fimmta sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma, fékk meðal annars 10 af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu plötur ársins og vann Grammy-verðlaunin sem besta rappplatan. Hún stökk beint í fyrsta sætið á Billboard-listanum og seldist í milljón eintökum í Bandaríkjunum einum saman. Það sem er kannski merkilegast við þessa dagsetningu er að Kanye West hóf upptökur á plötunni eftir að hafa flúið til Havaí vegna ofþreytu sem mátti rekja til álags í starfi. Hann hafði að sama skapi hneykslað fólk með framkomu sinni um svipað leyti þar sem hann hafði stokkið upp á svið á MTV Video Music-verðlaununum og hrifsað hljóðnemann af Taylor Swift sem var að taka þar við verðlaunum. Úr varð þessi plata sem verður að teljast með þeim betri sem hafa komið út í sögu rapptónlistar og þó víðar væri leitað. Þemað á henni er að miklu leyti áhrif frægðarinnar á Kanye og hefur hún stundum verið kölluð afsökunarbeiðni hans fyrir þessa erfiðu tíma áður en Herra West stakk af. Það verður spennandi að sjá hvort þessir erfiðleikar sem Kanye er að ganga í gegnum núna eigi eftir að skila annarri stórkostlegri plötu eins og My Beautiful Dark Twisted Fantasy er svo sannarlega. Donald Trump Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Kanye West hefur átt mjög strembna viku þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá rapparanum fjölhæfa. Á miðvikudaginn kom út nýjasta útgáfan af Yeezy Boost skónum sem hann hannar með Adidas og hafa gjörsamlega sett heim „sneakerheads“ á hliðina og verða að teljast ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á laugardaginn æddi hann af sviðinu á tónleikum sínum í Sacramento eftir að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum við Donald Trump. Í framhaldinu aflýsti hann síðan restinni af tónleikaferðalagi sínu og toppaði þetta svo á mánudaginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á þriðjudaginn voru hins vegar nákvæmlega sex ár síðan My Beautiful Dark Twisted Fantasy, fimmta sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma, fékk meðal annars 10 af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu plötur ársins og vann Grammy-verðlaunin sem besta rappplatan. Hún stökk beint í fyrsta sætið á Billboard-listanum og seldist í milljón eintökum í Bandaríkjunum einum saman. Það sem er kannski merkilegast við þessa dagsetningu er að Kanye West hóf upptökur á plötunni eftir að hafa flúið til Havaí vegna ofþreytu sem mátti rekja til álags í starfi. Hann hafði að sama skapi hneykslað fólk með framkomu sinni um svipað leyti þar sem hann hafði stokkið upp á svið á MTV Video Music-verðlaununum og hrifsað hljóðnemann af Taylor Swift sem var að taka þar við verðlaunum. Úr varð þessi plata sem verður að teljast með þeim betri sem hafa komið út í sögu rapptónlistar og þó víðar væri leitað. Þemað á henni er að miklu leyti áhrif frægðarinnar á Kanye og hefur hún stundum verið kölluð afsökunarbeiðni hans fyrir þessa erfiðu tíma áður en Herra West stakk af. Það verður spennandi að sjá hvort þessir erfiðleikar sem Kanye er að ganga í gegnum núna eigi eftir að skila annarri stórkostlegri plötu eins og My Beautiful Dark Twisted Fantasy er svo sannarlega.
Donald Trump Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira