Innlent

Katrín á leið til Bessastaða

Birgir Olgeirsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er á leið til Bessastaða þar sem hún mun hitta Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, klukkan tíu. Katrín hefur haft stjórnarmyndunarumboðið í rúma viku en sleit viðræðum Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar fyrr í vikunni.

Talið er að Katrín sé á leið á Bessastaði til að skila stjórnarmyndunarumboðinu en hún hitti félaga sína í þingflokki Vinstri grænna í þinghúsinu klukkan níu í morgun. Þó er erfitt að fullyrða um það, hún gæti einnig greint Guðna frá stöðu mála og mögulega fengið að halda umboðinu gegn því sannfæra hann um mögulegar viðræður við aðra flokka sem gætu gengið upp.

Katrín fékk umboðið frá Guðna Th. fyrir 9 dögum. 

Bein útsending frá Bessastöðum hefst hér á Vísi klukkan 10.

Forsetinn sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fundarins:

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun í dag, föstudaginn 25. nóvember 2016, eiga fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Fundur þeirra hefst kl. 10:00 á

Bessastöðum. Forseti mun síðan ræða við fjölmiðla á Bessastöðum kl. 11:00.


Tengdar fréttir

Leiðir Katrínar lokaðar

Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×