Ætla ekki að fjarlægja sig Viðreisn Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2016 23:00 Óttarr Proppé ræðir hér við félagsmenn Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir „Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40