Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2016 18:40 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór „Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Vísir heyrði í henni um mögulega þátttöku Framsóknar í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini á þingi sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum nú eftir kosningar en bæði forsvarsmenn flokksins hafa lýst því yfir að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki neitt og séu tilbúinn að axla ábyrgð til að koma á starfhæfri stjórn. „Það eru óvenjulegar aðstæður uppi og okkur ber lýðræðisleg skylda að kanna hvaða leiðir eru færar í þessu því verkefnið sem við fáum er að mynda starfhæfa og sterka stjórn og í þeim efnum er verið að velta upp hinu og þessu, hvað gæti gengið, hverjir gætu unnið saman, hvaða málefnalegi ágreiningur er og svona,“ segir Lilja. Einhverjir hafa lýst því yfir að mögulega gæti Framsóknarflokkurinn tekið sæti Viðreisnar í fjölflokkastjórninni svokölluðu, en viðræður Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar voru stöðvaðar í gær því of langt var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í skattamálum og sjávarútvegsmálum. „Við getum vel hugsað okkur að vinna með Vinstri grænum og flokkunum þarna en okkur hefur fundist það að fara í fimm flokka stjórn sé ekki eins sterk stjórn og að fara í þriggja flokka stjórn. Það er það sem við höfum verið að líta til. Við höfum ekki verið að útiloka neitt. Það voru þessir fimm flokkar sem byrjuðu að tala saman, það tók ekki allt of langan tíma svo komust menn að þeirri niðurstöðu að það gengi ekki upp. Það var svona í raun og veru okkar áhyggjur og þess vegna vorum við skeptísk á það, þess vegna teljum við þriggja flokka stjórn betri,“ segir Lilja.Eru þá viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á næstunni? „Það er bara full snemmt að segja til um það. En allir flokkarnir eru að tala saman,“ segir Lilja. Hún segir það vera kröfu kjósenda að allir flokkarnir vinni betur saman og leggist yfir það hver staðan og reyna að ná saman. „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í viðræðum og ég held að það sé svolítið mikilvægt að nálgast þetta verkefni með öðrum hætti og nýjum hugmyndum eða lausnum, hugsa út fyrir boxið. Hver er lausnin varðandi skattamálin? Hver er lausnin varðandi sjávarútveginn? Hvernig náum við saman?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
„Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Vísir heyrði í henni um mögulega þátttöku Framsóknar í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini á þingi sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum nú eftir kosningar en bæði forsvarsmenn flokksins hafa lýst því yfir að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki neitt og séu tilbúinn að axla ábyrgð til að koma á starfhæfri stjórn. „Það eru óvenjulegar aðstæður uppi og okkur ber lýðræðisleg skylda að kanna hvaða leiðir eru færar í þessu því verkefnið sem við fáum er að mynda starfhæfa og sterka stjórn og í þeim efnum er verið að velta upp hinu og þessu, hvað gæti gengið, hverjir gætu unnið saman, hvaða málefnalegi ágreiningur er og svona,“ segir Lilja. Einhverjir hafa lýst því yfir að mögulega gæti Framsóknarflokkurinn tekið sæti Viðreisnar í fjölflokkastjórninni svokölluðu, en viðræður Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar voru stöðvaðar í gær því of langt var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í skattamálum og sjávarútvegsmálum. „Við getum vel hugsað okkur að vinna með Vinstri grænum og flokkunum þarna en okkur hefur fundist það að fara í fimm flokka stjórn sé ekki eins sterk stjórn og að fara í þriggja flokka stjórn. Það er það sem við höfum verið að líta til. Við höfum ekki verið að útiloka neitt. Það voru þessir fimm flokkar sem byrjuðu að tala saman, það tók ekki allt of langan tíma svo komust menn að þeirri niðurstöðu að það gengi ekki upp. Það var svona í raun og veru okkar áhyggjur og þess vegna vorum við skeptísk á það, þess vegna teljum við þriggja flokka stjórn betri,“ segir Lilja.Eru þá viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á næstunni? „Það er bara full snemmt að segja til um það. En allir flokkarnir eru að tala saman,“ segir Lilja. Hún segir það vera kröfu kjósenda að allir flokkarnir vinni betur saman og leggist yfir það hver staðan og reyna að ná saman. „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í viðræðum og ég held að það sé svolítið mikilvægt að nálgast þetta verkefni með öðrum hætti og nýjum hugmyndum eða lausnum, hugsa út fyrir boxið. Hver er lausnin varðandi skattamálin? Hver er lausnin varðandi sjávarútveginn? Hvernig náum við saman?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04