Pólarnir og límið í þeim Hafliði Helgason skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Engum þarf að koma á óvart að ekki tækist að koma saman þeim tveim ríkisstjórnum sem mögulegar voru án þess að flokkar settust niður með þeim sem þeir höfðu útilokað fyrirfram í samstarfi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vegur salt á einum manni. Fimm flokka ríkisstjórn þarf að sameina mörg ólík sjónarmið og því þarf afar ríkur vilji að vera fyrir samstarfi til að það gangi. Það hefur lengi verið ljóst að enginn sterkur meirihluti er í kortunum nema að saman komi stjórnmálaöfl sem hafa afar ólíka sýn á hvaða þjóðfélagsgerð sé æskilegust. Annar ásinn, sem stjórnmál dagsins í dag hverfast um, er auðvitað hinn hefðbundni hægri vinstri ás, þar sem umfang og hlutverk ríkisins og viðhorf til hlutverks skattkerfisins skipta meginmáli. Afstaðan til skattkerfisins mótast af því hvort litið er á það sem tekjuöflunarkerfi eða tekjujöfnunarkerfi. Afstaðan til hlutverks ríkisins snýst um að hve miklu leyti það er heppilegt að ríkið reki starfsemi sem einkaaðilar geta sinnt. Þessar línur eru óbreyttar og þrátt fyrir allt tal um úreldingu vinstri og hægri pólsins er ekkert sem bendir til þess að hann sé úr sögunni. Hinn ásinn sem hefur mikið vægi er íhalds- og frjálslyndisásinn. Þar takast á opnunar- og lokunarmenn varðandi umheiminn og varðmenn óbreytts kerfis annars vegar og baráttufólk fyrir nýjum vinnubrögðum og opnara og gagnsærra kerfi. Á þessa póla hefur reynt í fyrstu umferð stjórnarmyndunarviðræðna. Segja má að slitnað hafi upp úr milli Sjálfstæðisflokks annars vegar og Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hins vegar á málefnum sem tekist er á um á grundvelli íhaldssemi og frjálslyndis. Átakalínur í viðræðum fimm flokka undir forystu Katrínar Jakobsdóttur strönduðu hins vegar á klassískri hægri og vinstri pólitík. Sýn á skattkerfið virðist hafa ráðið þar mestu. Framhaldið verður fróðlegt fyrir áhugafólk um stjórnmál og stjórnmálaþróun. Næstu kostir í stöðunni munu að einhverju leyti leiða í ljós í hvorum ásnum er meiri spenna. Það hefur ekki farið leynt að öfl innan bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna horfa til fordæmis sögunnar í nýsköpunarstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks sem keypti togara fyrir stríðsgróðann á árunum 1944 til 1946. Svo skemmtilega vill til að hörðustu stuðningsmenn slíkrar stjórnar eru einmitt fæddir nálægt valdatíma þessarar stjórnar. Enn þá sér ekki til lands í stjórnarmyndunarviðræðum, en á endanum mun koma í ljós hvort er sterkara lím í stjórnmálum dagsins; lím íhaldsseminnar eða lím sem byggir á sýn á hlutverk ríkis og skatta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Engum þarf að koma á óvart að ekki tækist að koma saman þeim tveim ríkisstjórnum sem mögulegar voru án þess að flokkar settust niður með þeim sem þeir höfðu útilokað fyrirfram í samstarfi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vegur salt á einum manni. Fimm flokka ríkisstjórn þarf að sameina mörg ólík sjónarmið og því þarf afar ríkur vilji að vera fyrir samstarfi til að það gangi. Það hefur lengi verið ljóst að enginn sterkur meirihluti er í kortunum nema að saman komi stjórnmálaöfl sem hafa afar ólíka sýn á hvaða þjóðfélagsgerð sé æskilegust. Annar ásinn, sem stjórnmál dagsins í dag hverfast um, er auðvitað hinn hefðbundni hægri vinstri ás, þar sem umfang og hlutverk ríkisins og viðhorf til hlutverks skattkerfisins skipta meginmáli. Afstaðan til skattkerfisins mótast af því hvort litið er á það sem tekjuöflunarkerfi eða tekjujöfnunarkerfi. Afstaðan til hlutverks ríkisins snýst um að hve miklu leyti það er heppilegt að ríkið reki starfsemi sem einkaaðilar geta sinnt. Þessar línur eru óbreyttar og þrátt fyrir allt tal um úreldingu vinstri og hægri pólsins er ekkert sem bendir til þess að hann sé úr sögunni. Hinn ásinn sem hefur mikið vægi er íhalds- og frjálslyndisásinn. Þar takast á opnunar- og lokunarmenn varðandi umheiminn og varðmenn óbreytts kerfis annars vegar og baráttufólk fyrir nýjum vinnubrögðum og opnara og gagnsærra kerfi. Á þessa póla hefur reynt í fyrstu umferð stjórnarmyndunarviðræðna. Segja má að slitnað hafi upp úr milli Sjálfstæðisflokks annars vegar og Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hins vegar á málefnum sem tekist er á um á grundvelli íhaldssemi og frjálslyndis. Átakalínur í viðræðum fimm flokka undir forystu Katrínar Jakobsdóttur strönduðu hins vegar á klassískri hægri og vinstri pólitík. Sýn á skattkerfið virðist hafa ráðið þar mestu. Framhaldið verður fróðlegt fyrir áhugafólk um stjórnmál og stjórnmálaþróun. Næstu kostir í stöðunni munu að einhverju leyti leiða í ljós í hvorum ásnum er meiri spenna. Það hefur ekki farið leynt að öfl innan bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna horfa til fordæmis sögunnar í nýsköpunarstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks sem keypti togara fyrir stríðsgróðann á árunum 1944 til 1946. Svo skemmtilega vill til að hörðustu stuðningsmenn slíkrar stjórnar eru einmitt fæddir nálægt valdatíma þessarar stjórnar. Enn þá sér ekki til lands í stjórnarmyndunarviðræðum, en á endanum mun koma í ljós hvort er sterkara lím í stjórnmálum dagsins; lím íhaldsseminnar eða lím sem byggir á sýn á hlutverk ríkis og skatta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun