Tjáningarhelsið María Bjarnadóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Ef væri ekki fyrir stjórnarmyndunarvesen hefði tjáningarfrelsið verðskuldað verið heitasta frétt vikunnar. Fyrst þegar háskólakennari í upplýsingatækni ruglaðist aðeins í notkun þess á internetinu, svo þegar nafnlaus tíðindi úr snyrtivörubransanum skóku samfélagsmiðla og síðast þegar útvarpsmaður var ákærður fyrir að viðhafa hatursáróður á vinnutíma, en það er sérstaklega bannað fyrir fjölmiðlamenn. Kennarinn var ekki búinn að frétta að fjölmiðlar geta fjallað um flest það sem hefur verið birt á opinberum vettvangi. Það þýðir til dæmis Facebook-veggir og trúnaðarsamtöl við 50.000 góðar systur. Það er ekki bara ég sem segi það heldur líka Hæstiréttur. Einstaklingar þurfa þess vegna að gæta sín á að orð hafa annað vægi á netinu en þegar þau eru sögð með lágum rómi og á innsoginu við eldhúsborð. Þó að við hrópum stundum: er þetta frétt?! er fjölmiðlum með lögum gert að vanda fréttamat og framsetningu. En ef rekstraraðilar snyrtivöruverslana telja að það hafi brugðist er það hlutverk dómstóla að máta friðhelgi þeirra við tjáningarfrelsi fjölmiðla. Íslendingar eru enda meistarar í ærumeiðingamálshöfðunum eins og öðru – allavega miðað við höfðatölu. Það má vera dónaleg, ögrandi, leiðinleg og ljót í orðavali, en hatursáróður er bannaður því að hann vegur að stoðum lýðræðisins segir Mannréttindadómstóllinn. Lögfræðimenntaðir útvarpsmenn gætu vitað að vegna þessa nýtur hatursáróður ekki verndar tjáningarfrelsisins og er skilinn eftir úti eins og flokkur sem er ekki boðið í stjórnmyndunarviðræður. Miskunnarlaus þessi mannréttindi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ef væri ekki fyrir stjórnarmyndunarvesen hefði tjáningarfrelsið verðskuldað verið heitasta frétt vikunnar. Fyrst þegar háskólakennari í upplýsingatækni ruglaðist aðeins í notkun þess á internetinu, svo þegar nafnlaus tíðindi úr snyrtivörubransanum skóku samfélagsmiðla og síðast þegar útvarpsmaður var ákærður fyrir að viðhafa hatursáróður á vinnutíma, en það er sérstaklega bannað fyrir fjölmiðlamenn. Kennarinn var ekki búinn að frétta að fjölmiðlar geta fjallað um flest það sem hefur verið birt á opinberum vettvangi. Það þýðir til dæmis Facebook-veggir og trúnaðarsamtöl við 50.000 góðar systur. Það er ekki bara ég sem segi það heldur líka Hæstiréttur. Einstaklingar þurfa þess vegna að gæta sín á að orð hafa annað vægi á netinu en þegar þau eru sögð með lágum rómi og á innsoginu við eldhúsborð. Þó að við hrópum stundum: er þetta frétt?! er fjölmiðlum með lögum gert að vanda fréttamat og framsetningu. En ef rekstraraðilar snyrtivöruverslana telja að það hafi brugðist er það hlutverk dómstóla að máta friðhelgi þeirra við tjáningarfrelsi fjölmiðla. Íslendingar eru enda meistarar í ærumeiðingamálshöfðunum eins og öðru – allavega miðað við höfðatölu. Það má vera dónaleg, ögrandi, leiðinleg og ljót í orðavali, en hatursáróður er bannaður því að hann vegur að stoðum lýðræðisins segir Mannréttindadómstóllinn. Lögfræðimenntaðir útvarpsmenn gætu vitað að vegna þessa nýtur hatursáróður ekki verndar tjáningarfrelsisins og er skilinn eftir úti eins og flokkur sem er ekki boðið í stjórnmyndunarviðræður. Miskunnarlaus þessi mannréttindi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun