Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 108-72 | Grindvíkingar jöfnuðu Stjörnuna og KR að stigum Aron Ingi Valtýsson í Röstinni skrifar 24. nóvember 2016 22:00 Lewis Clinch skoraði 25 stig í leiknum í kvöld. Vísir/Eyþór Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell sannfærandi, 108-72. Grindavík er nú með tólf stig eftir átta umferðir en Snæfell, sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu, situr í neðsta sæti deildarinnar með núll stig. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu heldur betur tilbúnir til leiks eftir sárt tap í síðasta leik og um miðjan leikhluta voru þeir komnir með 10 stiga forskot. Spurning hvort það hafi verið ákveðið vanmat hjá heimamönnum í byrjun leiks. Grindavík náði að laga stöðuna fyrir lok leikhlutans og endaði hann 21-25. Snæfell byrjaði annan leikhluta líkt og þann fyrsta. Settu niður tvo stóra þrista. Um miðjan leikhlutann fóru gestirnir að tapa boltum og Grindvíkingar skoruðu auðveld stig. Grindavík endar leikhlutann með 8 stiga forustu. Staðan í hálfleik var 51-42. Heimamenn keyrðu yfir Snæfell í þriðja leikhluta. Snæfell var að taka mikið af erfiðum skotum sem heimamenn nýttu í hraðupphlaup og skilaði sér í 31 stigs forystu fyrir fjórða leikhluta. 87-58. Grindavík skipti út byrjunarliðinu í fjórða leikhluta og leyfði varamönnum sínum að spila. Lítið sem gerðist í leikhlutanum. Grindavík náði að sigla sigrinum auðveldlega í höfn á meðan Snæfell þarf að endurskoða hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik hjá sér. Lokatölur 108-72, Grindavík í vil.Af hverju vann Grindavík? Grindavík var of stór biti fyrir Snæfell í þessum leik. Í fyrri hálfleik mættu heimamenn ekki til leiks. En Grindavík komu mun ákveðnari inní seinni hálfleikinn og keyrðu yfir gestina í hraðupphlaupum. Lewis átti mestan þátt í góðu gengið Grindavíkur í þriðja leikhluta sem gerði útslagið í leiknum. Í þriðjaleikhluta lét Snæfell, Grindavík líta út eins og NBA-lið. Allt gekk upp. Varnaleikurinn skilaði sér í erfiðum skotum hjá gestunum og nýttu Grindjánar það í hraðupphlaup.Bestu menn vallarsins? Lewis Clinch var yfirburðarmaður í kvöld. Hann skilaði 25 stigum og 6 fráköstum. Í þriðja leikhluta tók Lewis yfir leikinn og spilaði eins og engill. Lewis stjórnaði sóknarleiknum vel. Bjó til góð færi fyrir liðsfélaga sína og tók góð skot þegar þeir þurftu á því að halda. Ólafur Ólafsson var að spila flotta vörn á Sefton Barrett. Ólafur gerði allt rétt og kom honum úr jafnvægi í öðrum leikhluta. Barrett var með 14 stig eftir fyrsta leikhluta en endaði leikinn með 16. Varnaleikur Ólafs var að skila sínu. Þar að auki skoraði hann 13 stig og tók 3 fráköst .Hvað gekk illa? Snæfell missti allan mátt í seinni hálfleik. Það gekk ekkert upp hjá þeim, hvorki í vörn né sókn. Grindvíkingar spiluðu vörn gestana oftar en ekki illa. Það virðist ekkert plan vera í sóknarleik Snæfels. Snýst allt um að Sefton Barrett eigi að gera allt. Barrett missti hausinn í fyrri hálfleik þegar dómarar leiksins aðvöruðu hann fyrir stæla og leiðindi. Þar með var ekkert plan í sóknarleiknum og Grindavík rúlluðu yfir þá.Tölfræði sem vakti athygli: Sefton Barrett var með 16 stig, 13 fráköst og 6 blokk þrátt fyrir að hafa spilað skelfilegan leik. Eins og komið hefur fram hér að ofan skoraði Barrett 14 stig í fyrsta leikhluta.Grindavík-Snæfell 108-72 (21-25, 30-18, 36-13, 21-16)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ingvi Þór Guðmundsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13, Hamid Dicko 13, Magnús Már Ellertsson 7/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 6, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0/4 fráköst.Snæfell: Sefton Barrett 16/13 fráköst/6 varin skot, Snjólfur Björnsson 11/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Sveinn Arnar Davíðsson 7/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 6, Viktor Marínó Alexandersson 6, Aron Ingi Hinriksson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Jón Páll Gunnarsson 2.Jóhann: Veit ekki hvort það var vanmat Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekki sáttur með hvernig sínir menn komu inn í leikinn en sáttur með að hafa snúið við stöðunni í þriðja leikhluta. „Ég veit ekki hvort það var vanmat eða eitthvað annnað. Miða við hvað við höfum lagt upp með fyrir leikinn ætti ekki að vera neitt vanmat í okkar liði. En svo er spurning hvort að fjölmiðlar og umfjöllunin hafi skilað sér inn í hausinn á mönnum. En við fórum að spila eins og menn í þriðja leikhluta,“ sagði Jóhann. Hann skipti út byrjunaliðinu í fjórða leikhluta nema Þorsteini [Finnbogasyni] og skiluðu strákarnir verki sínu vel. „Ég ákvað að leyfa öðrum að spila og gefa þeim sem hafa spilað mest smá pásu. Strákarnir sem komu inná skiluðu allir flottu framlagi í kvöld og engin ástæða til að taka þá útaf. Gefa þeim smá reynslu og séns til að sýna hvað þeir geta,“ sagði Jóhann að lokum.Ingi Þór: Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var auðvitað ekki sáttur með sína menn í leiknum. Ingi segir að liðið hafi komið inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik „Við komum inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik. Við byrjum leikinn vel og sýndum að við ætluðum ekkert að gefa eftir. En síðan í seinni hálfleik förum við í einstaklingsframtakið sem þeir (Grindavík) nýttu sér og rúlluðu yfir okkur,“ sagði Ingi Þór. Aðspurður hvað þarf að gerast svo að Snæfell vinni leik í vetur segir Ingi Þór: „Við þurfum að spila svipaðan leik og á móti Skallagrím. Þar vorum við með sjálfstraust og spiluðum sem lið. Það þarf svo lítið að fara úrskeiðis til þess að við föllum,“ sagði Ingi að lokum.Ólafur Ólafsson: Ekki ánægður með fyrri hálfleikinn Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, viðurkennir að það hafi verið smá vanmat fyrir leik. „Ég get bara talað fyrir mig sjálfan. Ég var ekki tilbúinn í leikinn í upphafi. Ég mætti til leiks með höfuðið skrúfað upp í rassinn á mér,“ sagði Ólafur eftir góðan sigur í kvöld. Ólafur vill þakka Lewis [Clinch] fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum bara ekki tilbúnir í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. En síðan tekur Lewis yfir leikinn í þriðja leikhluta sem skilar okkur þessum sigri,“ sagði Ólafur sáttur.Bein lýsing: Grindavík - Snæfell Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell sannfærandi, 108-72. Grindavík er nú með tólf stig eftir átta umferðir en Snæfell, sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu, situr í neðsta sæti deildarinnar með núll stig. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu heldur betur tilbúnir til leiks eftir sárt tap í síðasta leik og um miðjan leikhluta voru þeir komnir með 10 stiga forskot. Spurning hvort það hafi verið ákveðið vanmat hjá heimamönnum í byrjun leiks. Grindavík náði að laga stöðuna fyrir lok leikhlutans og endaði hann 21-25. Snæfell byrjaði annan leikhluta líkt og þann fyrsta. Settu niður tvo stóra þrista. Um miðjan leikhlutann fóru gestirnir að tapa boltum og Grindvíkingar skoruðu auðveld stig. Grindavík endar leikhlutann með 8 stiga forustu. Staðan í hálfleik var 51-42. Heimamenn keyrðu yfir Snæfell í þriðja leikhluta. Snæfell var að taka mikið af erfiðum skotum sem heimamenn nýttu í hraðupphlaup og skilaði sér í 31 stigs forystu fyrir fjórða leikhluta. 87-58. Grindavík skipti út byrjunarliðinu í fjórða leikhluta og leyfði varamönnum sínum að spila. Lítið sem gerðist í leikhlutanum. Grindavík náði að sigla sigrinum auðveldlega í höfn á meðan Snæfell þarf að endurskoða hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik hjá sér. Lokatölur 108-72, Grindavík í vil.Af hverju vann Grindavík? Grindavík var of stór biti fyrir Snæfell í þessum leik. Í fyrri hálfleik mættu heimamenn ekki til leiks. En Grindavík komu mun ákveðnari inní seinni hálfleikinn og keyrðu yfir gestina í hraðupphlaupum. Lewis átti mestan þátt í góðu gengið Grindavíkur í þriðja leikhluta sem gerði útslagið í leiknum. Í þriðjaleikhluta lét Snæfell, Grindavík líta út eins og NBA-lið. Allt gekk upp. Varnaleikurinn skilaði sér í erfiðum skotum hjá gestunum og nýttu Grindjánar það í hraðupphlaup.Bestu menn vallarsins? Lewis Clinch var yfirburðarmaður í kvöld. Hann skilaði 25 stigum og 6 fráköstum. Í þriðja leikhluta tók Lewis yfir leikinn og spilaði eins og engill. Lewis stjórnaði sóknarleiknum vel. Bjó til góð færi fyrir liðsfélaga sína og tók góð skot þegar þeir þurftu á því að halda. Ólafur Ólafsson var að spila flotta vörn á Sefton Barrett. Ólafur gerði allt rétt og kom honum úr jafnvægi í öðrum leikhluta. Barrett var með 14 stig eftir fyrsta leikhluta en endaði leikinn með 16. Varnaleikur Ólafs var að skila sínu. Þar að auki skoraði hann 13 stig og tók 3 fráköst .Hvað gekk illa? Snæfell missti allan mátt í seinni hálfleik. Það gekk ekkert upp hjá þeim, hvorki í vörn né sókn. Grindvíkingar spiluðu vörn gestana oftar en ekki illa. Það virðist ekkert plan vera í sóknarleik Snæfels. Snýst allt um að Sefton Barrett eigi að gera allt. Barrett missti hausinn í fyrri hálfleik þegar dómarar leiksins aðvöruðu hann fyrir stæla og leiðindi. Þar með var ekkert plan í sóknarleiknum og Grindavík rúlluðu yfir þá.Tölfræði sem vakti athygli: Sefton Barrett var með 16 stig, 13 fráköst og 6 blokk þrátt fyrir að hafa spilað skelfilegan leik. Eins og komið hefur fram hér að ofan skoraði Barrett 14 stig í fyrsta leikhluta.Grindavík-Snæfell 108-72 (21-25, 30-18, 36-13, 21-16)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ingvi Þór Guðmundsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13, Hamid Dicko 13, Magnús Már Ellertsson 7/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 6, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0/4 fráköst.Snæfell: Sefton Barrett 16/13 fráköst/6 varin skot, Snjólfur Björnsson 11/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Sveinn Arnar Davíðsson 7/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 6, Viktor Marínó Alexandersson 6, Aron Ingi Hinriksson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Jón Páll Gunnarsson 2.Jóhann: Veit ekki hvort það var vanmat Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekki sáttur með hvernig sínir menn komu inn í leikinn en sáttur með að hafa snúið við stöðunni í þriðja leikhluta. „Ég veit ekki hvort það var vanmat eða eitthvað annnað. Miða við hvað við höfum lagt upp með fyrir leikinn ætti ekki að vera neitt vanmat í okkar liði. En svo er spurning hvort að fjölmiðlar og umfjöllunin hafi skilað sér inn í hausinn á mönnum. En við fórum að spila eins og menn í þriðja leikhluta,“ sagði Jóhann. Hann skipti út byrjunaliðinu í fjórða leikhluta nema Þorsteini [Finnbogasyni] og skiluðu strákarnir verki sínu vel. „Ég ákvað að leyfa öðrum að spila og gefa þeim sem hafa spilað mest smá pásu. Strákarnir sem komu inná skiluðu allir flottu framlagi í kvöld og engin ástæða til að taka þá útaf. Gefa þeim smá reynslu og séns til að sýna hvað þeir geta,“ sagði Jóhann að lokum.Ingi Þór: Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var auðvitað ekki sáttur með sína menn í leiknum. Ingi segir að liðið hafi komið inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik „Við komum inn í leikinn með fullt sjálfstraust eftir síðasta leik. Við byrjum leikinn vel og sýndum að við ætluðum ekkert að gefa eftir. En síðan í seinni hálfleik förum við í einstaklingsframtakið sem þeir (Grindavík) nýttu sér og rúlluðu yfir okkur,“ sagði Ingi Þór. Aðspurður hvað þarf að gerast svo að Snæfell vinni leik í vetur segir Ingi Þór: „Við þurfum að spila svipaðan leik og á móti Skallagrím. Þar vorum við með sjálfstraust og spiluðum sem lið. Það þarf svo lítið að fara úrskeiðis til þess að við föllum,“ sagði Ingi að lokum.Ólafur Ólafsson: Ekki ánægður með fyrri hálfleikinn Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, viðurkennir að það hafi verið smá vanmat fyrir leik. „Ég get bara talað fyrir mig sjálfan. Ég var ekki tilbúinn í leikinn í upphafi. Ég mætti til leiks með höfuðið skrúfað upp í rassinn á mér,“ sagði Ólafur eftir góðan sigur í kvöld. Ólafur vill þakka Lewis [Clinch] fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum bara ekki tilbúnir í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. En síðan tekur Lewis yfir leikinn í þriðja leikhluta sem skilar okkur þessum sigri,“ sagði Ólafur sáttur.Bein lýsing: Grindavík - Snæfell
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira