Listaþjóðfundur, sannleikur eða kontór og margt fleira á RDF um helgina Magnús Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2016 10:00 Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir eru listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival. VisirStefán Reykjavík Dance Festival er eina listahátíðin sem er ekki bundin af einu tímabili á ári heldur snýr aftur á nokkurra mánaða fresti með nýjar hugmyndir, ferskan andblæ og nýjar sýningar. Ásgerður G. Gunnarsdóttir er annar listrænna stjórnenda hátíðarinnar, ásamt Alexander Roberts. Ásgerður segir að þau hafi byrjað að fjölga útgfáfu- eða hátíðardögunum árið 2014. „En núna er þetta orðið níunda útgáfan af hátíðinni síðan við ákváðum að fara þá leið að kljúfa hana svona niður í margar minni hátíðir og það hefur verið að koma mjög vel út.“ Hver hátíð innan Reykjavík Dance Festival er oft borin uppi af ákveðnu þema hverju sinni og Ásgerður segir að það sé sérstaklega skemmtilegt að þessu sinni. „Áherslan er á unglinga, bæði verk sem höfða til þeirra og þá sem þátttakendur. Þannig að í dag og á föstudaginn þá verða hérna sýningar sem höfða sérstaklega til unglinga en á laugardag verður haldinn hér listaþjóðfundur. Þar verður ungmennum boðið að koma og ræða um listina sem hreyfiafl í samfélaginu í samstarfi við reyndari listamenn á ólíkum sviðum. Það verða fyrirlestrar frá Andra Snæ Magnasyni, Elínu Hansdóttur, Unnsteini Manuel og Unu Torfadóttur, femínista og aktívista. Svo bjóðum við ungmennum að tjá sínar skoðanir á því sem þarna kemur fram og vinnum svo með þetta áfram á þjóðfundi ungmenna. Unglingar sem hafa áhuga að taka þátt í listaþjóðfundinum geta sent póst á info@reykjavikdancefestival.is.“ Fyrsta sýningin fer fram í kvöld, er komin langt að og hefur ferðast víða. „Sýningin í kvöld heitir Dare Night og er með kanadískum hópi sem heitir Mammalian Diving Reflex. Þetta er þátttökusýning þar sem þau eru að vinna með fimmtán unglingum en sýningin er römmuð inn af hinum klassíska samkvæmisleik sannleikurinn eða kontór. En það er reyndar enginn sannleikur, bara kontór og unglingarnir hafa búið til áskoranir sem áhorfendur eiga svo að taka þátt í. Það er samt auðvitað enginn neyddur til þess gera neitt sem hann eða hún vill ekki en allt efni sýningarinnar er búið til af þessum unglingum sem hópurinn raðar inn í þessa skemmtilegu umgjörð.“ Ásgerður segir að sýningin á föstudaginn sé GRRRRLS eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og að þar sé einnig unnið með unglingum. „Hún vann þetta verk með 15 unglingsstelpum og þemað í því er samstaða kvenna í dag og hvað felst í því að vera unglingsstelpa. Í beinu framhaldi eru svo Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson í samstarfi við Íslenska dansflokkinn með viðburð sem heitir: Hugleiðing um menningarlega fátækt, en það er einnig verið að fjalla um þetta sama tímabil í lífi fólks. Að fjalla um það að vera unglingur og allt sem því fylgir. Þetta er hluti af stærra verki sem þau ætla að frumsýna í mars og kallast Fórn og það er skemmtilegt fyrir fólk að geta séð hvernig þetta þróast. Við vonum að þessi verk eigi eftir að höfða til ungs fólks sem og þeirra sem eru ungir í anda. Efnistökin miða að minnsta kosti við unglingana að þessu sinni svo þetta verður örugglega skemmtileg hátíðarhelgi.“ Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Reykjavík Dance Festival er eina listahátíðin sem er ekki bundin af einu tímabili á ári heldur snýr aftur á nokkurra mánaða fresti með nýjar hugmyndir, ferskan andblæ og nýjar sýningar. Ásgerður G. Gunnarsdóttir er annar listrænna stjórnenda hátíðarinnar, ásamt Alexander Roberts. Ásgerður segir að þau hafi byrjað að fjölga útgfáfu- eða hátíðardögunum árið 2014. „En núna er þetta orðið níunda útgáfan af hátíðinni síðan við ákváðum að fara þá leið að kljúfa hana svona niður í margar minni hátíðir og það hefur verið að koma mjög vel út.“ Hver hátíð innan Reykjavík Dance Festival er oft borin uppi af ákveðnu þema hverju sinni og Ásgerður segir að það sé sérstaklega skemmtilegt að þessu sinni. „Áherslan er á unglinga, bæði verk sem höfða til þeirra og þá sem þátttakendur. Þannig að í dag og á föstudaginn þá verða hérna sýningar sem höfða sérstaklega til unglinga en á laugardag verður haldinn hér listaþjóðfundur. Þar verður ungmennum boðið að koma og ræða um listina sem hreyfiafl í samfélaginu í samstarfi við reyndari listamenn á ólíkum sviðum. Það verða fyrirlestrar frá Andra Snæ Magnasyni, Elínu Hansdóttur, Unnsteini Manuel og Unu Torfadóttur, femínista og aktívista. Svo bjóðum við ungmennum að tjá sínar skoðanir á því sem þarna kemur fram og vinnum svo með þetta áfram á þjóðfundi ungmenna. Unglingar sem hafa áhuga að taka þátt í listaþjóðfundinum geta sent póst á info@reykjavikdancefestival.is.“ Fyrsta sýningin fer fram í kvöld, er komin langt að og hefur ferðast víða. „Sýningin í kvöld heitir Dare Night og er með kanadískum hópi sem heitir Mammalian Diving Reflex. Þetta er þátttökusýning þar sem þau eru að vinna með fimmtán unglingum en sýningin er römmuð inn af hinum klassíska samkvæmisleik sannleikurinn eða kontór. En það er reyndar enginn sannleikur, bara kontór og unglingarnir hafa búið til áskoranir sem áhorfendur eiga svo að taka þátt í. Það er samt auðvitað enginn neyddur til þess gera neitt sem hann eða hún vill ekki en allt efni sýningarinnar er búið til af þessum unglingum sem hópurinn raðar inn í þessa skemmtilegu umgjörð.“ Ásgerður segir að sýningin á föstudaginn sé GRRRRLS eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og að þar sé einnig unnið með unglingum. „Hún vann þetta verk með 15 unglingsstelpum og þemað í því er samstaða kvenna í dag og hvað felst í því að vera unglingsstelpa. Í beinu framhaldi eru svo Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson í samstarfi við Íslenska dansflokkinn með viðburð sem heitir: Hugleiðing um menningarlega fátækt, en það er einnig verið að fjalla um þetta sama tímabil í lífi fólks. Að fjalla um það að vera unglingur og allt sem því fylgir. Þetta er hluti af stærra verki sem þau ætla að frumsýna í mars og kallast Fórn og það er skemmtilegt fyrir fólk að geta séð hvernig þetta þróast. Við vonum að þessi verk eigi eftir að höfða til ungs fólks sem og þeirra sem eru ungir í anda. Efnistökin miða að minnsta kosti við unglingana að þessu sinni svo þetta verður örugglega skemmtileg hátíðarhelgi.“
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira