Listaþjóðfundur, sannleikur eða kontór og margt fleira á RDF um helgina Magnús Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2016 10:00 Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir eru listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival. VisirStefán Reykjavík Dance Festival er eina listahátíðin sem er ekki bundin af einu tímabili á ári heldur snýr aftur á nokkurra mánaða fresti með nýjar hugmyndir, ferskan andblæ og nýjar sýningar. Ásgerður G. Gunnarsdóttir er annar listrænna stjórnenda hátíðarinnar, ásamt Alexander Roberts. Ásgerður segir að þau hafi byrjað að fjölga útgfáfu- eða hátíðardögunum árið 2014. „En núna er þetta orðið níunda útgáfan af hátíðinni síðan við ákváðum að fara þá leið að kljúfa hana svona niður í margar minni hátíðir og það hefur verið að koma mjög vel út.“ Hver hátíð innan Reykjavík Dance Festival er oft borin uppi af ákveðnu þema hverju sinni og Ásgerður segir að það sé sérstaklega skemmtilegt að þessu sinni. „Áherslan er á unglinga, bæði verk sem höfða til þeirra og þá sem þátttakendur. Þannig að í dag og á föstudaginn þá verða hérna sýningar sem höfða sérstaklega til unglinga en á laugardag verður haldinn hér listaþjóðfundur. Þar verður ungmennum boðið að koma og ræða um listina sem hreyfiafl í samfélaginu í samstarfi við reyndari listamenn á ólíkum sviðum. Það verða fyrirlestrar frá Andra Snæ Magnasyni, Elínu Hansdóttur, Unnsteini Manuel og Unu Torfadóttur, femínista og aktívista. Svo bjóðum við ungmennum að tjá sínar skoðanir á því sem þarna kemur fram og vinnum svo með þetta áfram á þjóðfundi ungmenna. Unglingar sem hafa áhuga að taka þátt í listaþjóðfundinum geta sent póst á info@reykjavikdancefestival.is.“ Fyrsta sýningin fer fram í kvöld, er komin langt að og hefur ferðast víða. „Sýningin í kvöld heitir Dare Night og er með kanadískum hópi sem heitir Mammalian Diving Reflex. Þetta er þátttökusýning þar sem þau eru að vinna með fimmtán unglingum en sýningin er römmuð inn af hinum klassíska samkvæmisleik sannleikurinn eða kontór. En það er reyndar enginn sannleikur, bara kontór og unglingarnir hafa búið til áskoranir sem áhorfendur eiga svo að taka þátt í. Það er samt auðvitað enginn neyddur til þess gera neitt sem hann eða hún vill ekki en allt efni sýningarinnar er búið til af þessum unglingum sem hópurinn raðar inn í þessa skemmtilegu umgjörð.“ Ásgerður segir að sýningin á föstudaginn sé GRRRRLS eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og að þar sé einnig unnið með unglingum. „Hún vann þetta verk með 15 unglingsstelpum og þemað í því er samstaða kvenna í dag og hvað felst í því að vera unglingsstelpa. Í beinu framhaldi eru svo Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson í samstarfi við Íslenska dansflokkinn með viðburð sem heitir: Hugleiðing um menningarlega fátækt, en það er einnig verið að fjalla um þetta sama tímabil í lífi fólks. Að fjalla um það að vera unglingur og allt sem því fylgir. Þetta er hluti af stærra verki sem þau ætla að frumsýna í mars og kallast Fórn og það er skemmtilegt fyrir fólk að geta séð hvernig þetta þróast. Við vonum að þessi verk eigi eftir að höfða til ungs fólks sem og þeirra sem eru ungir í anda. Efnistökin miða að minnsta kosti við unglingana að þessu sinni svo þetta verður örugglega skemmtileg hátíðarhelgi.“ Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Reykjavík Dance Festival er eina listahátíðin sem er ekki bundin af einu tímabili á ári heldur snýr aftur á nokkurra mánaða fresti með nýjar hugmyndir, ferskan andblæ og nýjar sýningar. Ásgerður G. Gunnarsdóttir er annar listrænna stjórnenda hátíðarinnar, ásamt Alexander Roberts. Ásgerður segir að þau hafi byrjað að fjölga útgfáfu- eða hátíðardögunum árið 2014. „En núna er þetta orðið níunda útgáfan af hátíðinni síðan við ákváðum að fara þá leið að kljúfa hana svona niður í margar minni hátíðir og það hefur verið að koma mjög vel út.“ Hver hátíð innan Reykjavík Dance Festival er oft borin uppi af ákveðnu þema hverju sinni og Ásgerður segir að það sé sérstaklega skemmtilegt að þessu sinni. „Áherslan er á unglinga, bæði verk sem höfða til þeirra og þá sem þátttakendur. Þannig að í dag og á föstudaginn þá verða hérna sýningar sem höfða sérstaklega til unglinga en á laugardag verður haldinn hér listaþjóðfundur. Þar verður ungmennum boðið að koma og ræða um listina sem hreyfiafl í samfélaginu í samstarfi við reyndari listamenn á ólíkum sviðum. Það verða fyrirlestrar frá Andra Snæ Magnasyni, Elínu Hansdóttur, Unnsteini Manuel og Unu Torfadóttur, femínista og aktívista. Svo bjóðum við ungmennum að tjá sínar skoðanir á því sem þarna kemur fram og vinnum svo með þetta áfram á þjóðfundi ungmenna. Unglingar sem hafa áhuga að taka þátt í listaþjóðfundinum geta sent póst á info@reykjavikdancefestival.is.“ Fyrsta sýningin fer fram í kvöld, er komin langt að og hefur ferðast víða. „Sýningin í kvöld heitir Dare Night og er með kanadískum hópi sem heitir Mammalian Diving Reflex. Þetta er þátttökusýning þar sem þau eru að vinna með fimmtán unglingum en sýningin er römmuð inn af hinum klassíska samkvæmisleik sannleikurinn eða kontór. En það er reyndar enginn sannleikur, bara kontór og unglingarnir hafa búið til áskoranir sem áhorfendur eiga svo að taka þátt í. Það er samt auðvitað enginn neyddur til þess gera neitt sem hann eða hún vill ekki en allt efni sýningarinnar er búið til af þessum unglingum sem hópurinn raðar inn í þessa skemmtilegu umgjörð.“ Ásgerður segir að sýningin á föstudaginn sé GRRRRLS eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og að þar sé einnig unnið með unglingum. „Hún vann þetta verk með 15 unglingsstelpum og þemað í því er samstaða kvenna í dag og hvað felst í því að vera unglingsstelpa. Í beinu framhaldi eru svo Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson í samstarfi við Íslenska dansflokkinn með viðburð sem heitir: Hugleiðing um menningarlega fátækt, en það er einnig verið að fjalla um þetta sama tímabil í lífi fólks. Að fjalla um það að vera unglingur og allt sem því fylgir. Þetta er hluti af stærra verki sem þau ætla að frumsýna í mars og kallast Fórn og það er skemmtilegt fyrir fólk að geta séð hvernig þetta þróast. Við vonum að þessi verk eigi eftir að höfða til ungs fólks sem og þeirra sem eru ungir í anda. Efnistökin miða að minnsta kosti við unglingana að þessu sinni svo þetta verður örugglega skemmtileg hátíðarhelgi.“
Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira