Leikstjóri Justice League deilir nýjum myndum af tökustað á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 23:15 Jason Momoa á Ströndum og bryggjuhúsið í Gjögri. Zack Snyder Leikstjórinn Zack Snyder hefur birt myndir af tökustað stórmyndarinnar Justice League á Íslandi á Vero-aðgangi sínum. Tökur á myndinni fóru fram á Ströndum í október síðastliðnum þar sem tökuliðið hafðist við Í Djúpavík og í Gjögri. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum.Þá má einnig sjá bryggjuna á Gjögri en bryggjuhúsið hefur verið merkt með skiltinu: Newfoundlands finest seafood, eða fínasta sjávarfang Nýfundnalands.Má því leiða líkur að því að tökurnar sem voru á Ströndum eigi að gerast á Nýfundnalandi. Í stiklu úr myndinni sem frumsýnd var á Comic Con í San Diego í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck, í hlutverki Bruce Wayne, tala við gesti á ónefndu öldurhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Tökulið myndarinnar breytti meðal annars gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar öldurhús. Sjá nánar hér. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en kvikmyndaverið Warner Bros. sendi flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Stórar stjörnur voru staddar hér á landi í október við tökur á myndinni, þar á meðal fyrrnefndur Jason Momoa, Ben Affleck, Willem Dafoe og leikkonan Amber Heard. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Warner Bros birti einnig mynd af Amber Heard í fullum skrúða í fjörunni í Gjögri á Ströndum en leikur Meru í Justice League en í DC-myndasagnaheiminum er hún eiginkona Arthur Curry.BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Tökurnar í Djúpavík gætu því mögulega tengst leit Bruce Wayne að Aquaman líkt og kom fram í stiklu myndarinnar og að sú leit hans leiði hann til Nýfundnalands.Hér má svo sjá þriðju mynd Zack Snyder frá Ströndum.Zack Snyder Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Stórstjörnufans í Djúpavík í Reykjafirði. 12. október 2016 19:05 Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. 1. nóvember 2016 07:00 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Jón Halldórsson landpóstur segir fréttir af samskiptum hans við kvikmyndagerðarfólk í Djúpuvík komnar út um allan heim. Jón var gagnrýndur fyrir að virða ekki myndabann á tökustað en segir þá gagnrýni vera storm í vatnsglasi. 22. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikstjórinn Zack Snyder hefur birt myndir af tökustað stórmyndarinnar Justice League á Íslandi á Vero-aðgangi sínum. Tökur á myndinni fóru fram á Ströndum í október síðastliðnum þar sem tökuliðið hafðist við Í Djúpavík og í Gjögri. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum.Þá má einnig sjá bryggjuna á Gjögri en bryggjuhúsið hefur verið merkt með skiltinu: Newfoundlands finest seafood, eða fínasta sjávarfang Nýfundnalands.Má því leiða líkur að því að tökurnar sem voru á Ströndum eigi að gerast á Nýfundnalandi. Í stiklu úr myndinni sem frumsýnd var á Comic Con í San Diego í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck, í hlutverki Bruce Wayne, tala við gesti á ónefndu öldurhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Tökulið myndarinnar breytti meðal annars gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar öldurhús. Sjá nánar hér. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en kvikmyndaverið Warner Bros. sendi flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Stórar stjörnur voru staddar hér á landi í október við tökur á myndinni, þar á meðal fyrrnefndur Jason Momoa, Ben Affleck, Willem Dafoe og leikkonan Amber Heard. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Warner Bros birti einnig mynd af Amber Heard í fullum skrúða í fjörunni í Gjögri á Ströndum en leikur Meru í Justice League en í DC-myndasagnaheiminum er hún eiginkona Arthur Curry.BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Tökurnar í Djúpavík gætu því mögulega tengst leit Bruce Wayne að Aquaman líkt og kom fram í stiklu myndarinnar og að sú leit hans leiði hann til Nýfundnalands.Hér má svo sjá þriðju mynd Zack Snyder frá Ströndum.Zack Snyder
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Stórstjörnufans í Djúpavík í Reykjafirði. 12. október 2016 19:05 Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. 1. nóvember 2016 07:00 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Jón Halldórsson landpóstur segir fréttir af samskiptum hans við kvikmyndagerðarfólk í Djúpuvík komnar út um allan heim. Jón var gagnrýndur fyrir að virða ekki myndabann á tökustað en segir þá gagnrýni vera storm í vatnsglasi. 22. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Stórstjörnufans í Djúpavík í Reykjafirði. 12. október 2016 19:05
Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. 1. nóvember 2016 07:00
Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54
Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Jón Halldórsson landpóstur segir fréttir af samskiptum hans við kvikmyndagerðarfólk í Djúpuvík komnar út um allan heim. Jón var gagnrýndur fyrir að virða ekki myndabann á tökustað en segir þá gagnrýni vera storm í vatnsglasi. 22. október 2016 07:00
Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30