Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2016 21:30 Frá Laugarhóli í Bjarnafirði þar sem voru þrjár þyrlur í dag í tengslum við tökur á Justice League í Djúpavík. Vísir/Jón Halldórsson Strandirnar hafa sjaldan orðið vitni að jafn mikilli flugumferð og síðustu daga. Tökur á Hollywood-stórmyndinni Justice League standa yfir í Djúpavík en stjörnurnar sem leika í myndinni og sjá um leikstjórn og myndatöku hafa verið fluttar á svæðið með þyrlum og einkaþotum.Jón Halldórsson, landpóstur á Hólmavík, gekk á fjall til að ná myndum af Djúpavík í Hollywood-skrúða en hann er sjálfur þaulvanur fjallamaður og segir það ekki fyrir óvana að fara þá leið sem hann fór.Vísir/Jón Halldórsson.Jón Halldórsson, landpóstur á Hólmavík, segir í samtali við Vísi að þrjár þyrlur séu nú á Laugarhóli í Bjarnarfirði og á flugvellinum í Gjögri eru fimm einkaþotur. „En voru allar faldar með vörubílum og rútum“ segir Jón um einkaþoturnar. Hann birtir fleiri myndir á vef Hólmavíkur sem sjá má hér. ATH: Neðarlega í greininni eru vangaveltur um mögulegan söguþráð myndarinnar og hvað sé verið að taka upp á Ströndum. Þeir sem vilja alls ekkert vita um mögulegan söguþráð ættu ekki að lesa lengra. Frá Djúpavík í dag en myndina tók Jón Halldórsson á fjallinu sem gnæfir yfir víkinni.Vísir/Jón HalldórssonVitað er að Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe eru á Ströndum þó svo að Jón hafi ekki séð til þeirra. Ben Affleck fer með hlutverk Bruce Wayne/Batman, Jason Momoa leikur Arthur Curry/Aquaman en Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko eða Dr. Vulko. Jón Halldórsson segir frá því í samtali við Vísi að hátt í 200 húsbílar séu í Reykjafirði við Djúpavík þar sem tökuliðið heldur til. Allt þetta svæði er lokað fyrir almennri umferð en Jón talar um hundruð metra frá hótelinu í Djúpavík. „Það var ekki vel séð að maður færi þarna inn í Djúpavík,“ segir Jón sem gekk þess í stað til fjalla til að ná myndum af herlegheitunum og forðast þannig gæslumenn sem passa að ekki séu teknar myndir af svæði. „Ég þurfti að labba langt út fyrir þá,“ segir Jón sem var fyrir neðan Háafell þegar hann tók myndina af Djúpavík í Hollywood-skrúða.Húsbílaþyrpingin sem hýsir tökulið Justice League á Ströndum.Vísir/Jón Halldórsson„Þetta voru nokkrir kílómetrar sem ég þurfti að ganga,“ segir Jón og tekur fram að þessi leið sé aðeins fyrir vana menn, þeir sem ekki þekki til á þessu svæði eigi alls ekki að hætta sér þessa leið sem hann fór. Hann segir fólk fyrir vestan forvitið um Hollywood-liðið sem er nú í Djúpavík en nokkrir fá aðgang að þeim og þar á meðal 50 manns frá Hólmavík sem leikfélagið þar á bæ skaffaði sem aukaleikara í myndina. Fjölmargir eru því í Djúpavík á meðal aðaltökurnar standa yfir og voru til að mynda 200 manns í mat hjá Evu Sigurbjörnsdóttur hótelstýru á hótelinu í Djúpavík í dag. Jón segir að búið sé að umbreyta gömlu verksmiðjunni í Djúpavík að innan í einskonar bar. Búist er við að topparnir verði við tökur í Djúpavík í einn til tvo daga í viðbót og fari síðan af landi brott en starfi tökuliðsins lýkur þó ekki í víkinni fyrr en um mánaðamótin. Leitin að Aquaman En af hverju ætli Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe séu staddir á Ströndum núna við tökur á myndinni en ekki frést af öðrum stórstjörnum sem leika í myndinni?Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe leika allir í Justice League.V'isir/EPAEin ástæðan gæti verið sú að í sumar leit stikla út myndinni dagsins ljós á Comic Con í San Diego þar sem Affleck sést í hlutverki Bruce Wayne leita að Arthur Curry sem er sjálfur Aquaman. Affleck sést tala við í íbúa í ótilgreindu þorpi þar sem hann segist vera að leita að manni sem sjáist oftast nær þegar er háflóð og færi þorpsbúum fisk þegar hvað harðast er í ári.Í stiklunni mátti sjá að Affleck ávarpaði Ingvar E. Sigurðsson sem en einnig mátti sjá Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur bregða fyrir. Heimildi Vísis herma að Ingvar E. hafi fengið nokkrar línur á móti Affleck á tökustað en ekki er hægt að lofa því að það samtal muni birtast á hvíta tjaldinu þegar myndin verður frumsýnd í nóvember á næsta ári. Sjá einnig: Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Jason Momoa leikur Arthur Curry og sást einnig í stiklunni. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Tökurnar í Djúpavík gætu því mögulega tengst leit Bruce Wayne að Aquaman líkt og kom fram í stiklu myndarinnar en Wayne vill endilega fá Aquman til liðs við Justice League, sem samanstendur af Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Cyborg og Aquaman, ef allt gengur eftir en Justice League er úr myndasagnaheimi DC og þarf ansi margt að fara af leið ef Aquaman á ekki að vera hluti af því teymi í þessari mynd. Momoa birti mynd af sér á Instagram með leikstjóra myndarinnar, Zack Snyder, í Djúpavík á Instagram í dag en þar má sjá Momoa í svipuðum fötum og hann klæðist í atriðinu með Affleck og íslensku leikurunum úr stiklu myndarinnar. Too much fun. Love working for this man. Mahalo zach ALOHA AC A photo posted by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 10, 2016 at 11:45am PDT Tökulið Justice League hefur breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einhverskonar skemmtistað fyrir tökur myndarinnar.Vísir/Jón HalldórssonHér fyrir neðan má sjá stikluna úr myndinni. Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Strandirnar hafa sjaldan orðið vitni að jafn mikilli flugumferð og síðustu daga. Tökur á Hollywood-stórmyndinni Justice League standa yfir í Djúpavík en stjörnurnar sem leika í myndinni og sjá um leikstjórn og myndatöku hafa verið fluttar á svæðið með þyrlum og einkaþotum.Jón Halldórsson, landpóstur á Hólmavík, gekk á fjall til að ná myndum af Djúpavík í Hollywood-skrúða en hann er sjálfur þaulvanur fjallamaður og segir það ekki fyrir óvana að fara þá leið sem hann fór.Vísir/Jón Halldórsson.Jón Halldórsson, landpóstur á Hólmavík, segir í samtali við Vísi að þrjár þyrlur séu nú á Laugarhóli í Bjarnarfirði og á flugvellinum í Gjögri eru fimm einkaþotur. „En voru allar faldar með vörubílum og rútum“ segir Jón um einkaþoturnar. Hann birtir fleiri myndir á vef Hólmavíkur sem sjá má hér. ATH: Neðarlega í greininni eru vangaveltur um mögulegan söguþráð myndarinnar og hvað sé verið að taka upp á Ströndum. Þeir sem vilja alls ekkert vita um mögulegan söguþráð ættu ekki að lesa lengra. Frá Djúpavík í dag en myndina tók Jón Halldórsson á fjallinu sem gnæfir yfir víkinni.Vísir/Jón HalldórssonVitað er að Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe eru á Ströndum þó svo að Jón hafi ekki séð til þeirra. Ben Affleck fer með hlutverk Bruce Wayne/Batman, Jason Momoa leikur Arthur Curry/Aquaman en Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko eða Dr. Vulko. Jón Halldórsson segir frá því í samtali við Vísi að hátt í 200 húsbílar séu í Reykjafirði við Djúpavík þar sem tökuliðið heldur til. Allt þetta svæði er lokað fyrir almennri umferð en Jón talar um hundruð metra frá hótelinu í Djúpavík. „Það var ekki vel séð að maður færi þarna inn í Djúpavík,“ segir Jón sem gekk þess í stað til fjalla til að ná myndum af herlegheitunum og forðast þannig gæslumenn sem passa að ekki séu teknar myndir af svæði. „Ég þurfti að labba langt út fyrir þá,“ segir Jón sem var fyrir neðan Háafell þegar hann tók myndina af Djúpavík í Hollywood-skrúða.Húsbílaþyrpingin sem hýsir tökulið Justice League á Ströndum.Vísir/Jón Halldórsson„Þetta voru nokkrir kílómetrar sem ég þurfti að ganga,“ segir Jón og tekur fram að þessi leið sé aðeins fyrir vana menn, þeir sem ekki þekki til á þessu svæði eigi alls ekki að hætta sér þessa leið sem hann fór. Hann segir fólk fyrir vestan forvitið um Hollywood-liðið sem er nú í Djúpavík en nokkrir fá aðgang að þeim og þar á meðal 50 manns frá Hólmavík sem leikfélagið þar á bæ skaffaði sem aukaleikara í myndina. Fjölmargir eru því í Djúpavík á meðal aðaltökurnar standa yfir og voru til að mynda 200 manns í mat hjá Evu Sigurbjörnsdóttur hótelstýru á hótelinu í Djúpavík í dag. Jón segir að búið sé að umbreyta gömlu verksmiðjunni í Djúpavík að innan í einskonar bar. Búist er við að topparnir verði við tökur í Djúpavík í einn til tvo daga í viðbót og fari síðan af landi brott en starfi tökuliðsins lýkur þó ekki í víkinni fyrr en um mánaðamótin. Leitin að Aquaman En af hverju ætli Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe séu staddir á Ströndum núna við tökur á myndinni en ekki frést af öðrum stórstjörnum sem leika í myndinni?Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe leika allir í Justice League.V'isir/EPAEin ástæðan gæti verið sú að í sumar leit stikla út myndinni dagsins ljós á Comic Con í San Diego þar sem Affleck sést í hlutverki Bruce Wayne leita að Arthur Curry sem er sjálfur Aquaman. Affleck sést tala við í íbúa í ótilgreindu þorpi þar sem hann segist vera að leita að manni sem sjáist oftast nær þegar er háflóð og færi þorpsbúum fisk þegar hvað harðast er í ári.Í stiklunni mátti sjá að Affleck ávarpaði Ingvar E. Sigurðsson sem en einnig mátti sjá Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur bregða fyrir. Heimildi Vísis herma að Ingvar E. hafi fengið nokkrar línur á móti Affleck á tökustað en ekki er hægt að lofa því að það samtal muni birtast á hvíta tjaldinu þegar myndin verður frumsýnd í nóvember á næsta ári. Sjá einnig: Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Jason Momoa leikur Arthur Curry og sást einnig í stiklunni. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Tökurnar í Djúpavík gætu því mögulega tengst leit Bruce Wayne að Aquaman líkt og kom fram í stiklu myndarinnar en Wayne vill endilega fá Aquman til liðs við Justice League, sem samanstendur af Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Cyborg og Aquaman, ef allt gengur eftir en Justice League er úr myndasagnaheimi DC og þarf ansi margt að fara af leið ef Aquaman á ekki að vera hluti af því teymi í þessari mynd. Momoa birti mynd af sér á Instagram með leikstjóra myndarinnar, Zack Snyder, í Djúpavík á Instagram í dag en þar má sjá Momoa í svipuðum fötum og hann klæðist í atriðinu með Affleck og íslensku leikurunum úr stiklu myndarinnar. Too much fun. Love working for this man. Mahalo zach ALOHA AC A photo posted by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 10, 2016 at 11:45am PDT Tökulið Justice League hefur breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einhverskonar skemmtistað fyrir tökur myndarinnar.Vísir/Jón HalldórssonHér fyrir neðan má sjá stikluna úr myndinni.
Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00
Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54
Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31