Stefnir í stjórnarkreppu Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. vísir/Anton Brink Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira