Innlent

Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá fundinm í morgun.
Frá fundinm í morgun. Vísir/Stefán
Forystufólk Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar situr nú á fundi. Fundurinn hófst klukkan tíu í Alþingishúsinu.

Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt.

„Það er gott hljóð í fólki. Við erum bjartsýn en þetta náttúrulega fer eins og þetta fer. Það eru stóru málin sem við erum að fara að ræða núna. Skattamálin, fiskveiðistjórnunin er það sem er efst á borði á þessum fundi,“ segir Einar í samtali við Vísi.

Aðspurður um ummæli Katrínar Jakobsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan í ríkisfjármálum sé þrengri en talið var segir hann það vera vegna þess að núverandi ríkisstjórn hafi ekki fjármagnað samþykkta samgönguáætlun.

„Það er vegna þess að samgönguáætlun er ekki verið fjármögnuð, hún hefur ekki verið fjármögnuð af núverandi ríkisstjórn. Það er svona höfuðverkur sem hún skilur eftir handa þeim sem taka við. Allt þetta tal um einhverja frábæra stöðu ríkissjóðs var bara ekki rétt. Það er bara þannig. Það setur óneitanlega strik í reikninginn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×