Viðskiptabann við Rússland tók sinn toll: Úflutt magn sjávarafurða dróst saman um þrjú prósent Sæunn Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2016 15:26 Tekjur sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 námu 275 milljörðum króna og jukust um 3,3 prósent. vísir/vilhelm Útflutt magn sjávarafurða á árinu 2015 nam tæpum 632 þúsund tonna og er það um 3 prósent lægra en árið 2014 og 83 þúsund tonnum undir langtíma meðaltali. Þessi samdráttur í útflutningi sjávarafurða milli ára skýrist einna helst af viðskiptabanni Rússlands. Þrátt fyrir þetta námu verðmæti útflutnings á árinu 2015 um 265 milljörðum króna sem er tæpum 17 milljörðum króna meira (7 prósent) en á árinu 2014 miðað við verðlag ársins 2015. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Meðal helstu atriða í skýrslunni er að Ísland situr í 20. sæti á lista yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims miðað við árið 2014 með um 1,4 prósent hlutdeild á heimsvísu. Ísland hefur færst neðar á þessum lista síðustu ár þar sem aðrar þjóðir hafa aukið veiðar sínar umfram Ísland. Talið er að útflutningur sjávarafurða muni taka við sér á seinni helmingi ársins, ekki síst vegna aukinna aflaheimilda í þorski. Spáð er að útflutningur muni dragast saman um 1 prósent á árinu 2016 en gert er ráð fyrir ríflega 4 prósent aukningu í útflutningi sjávarafurða á árinu 2017 og rúmlega 3 prósent aukningu árið 2018.Heildarafli jókst um 22,5%Heildarafli á árinu 2015 var 1.319 þúsund tonn og jókst aflinn um 22,5 prósent (243 þús. tonn) frá árinu 2014. Mest var veitt af loðnu á árinu eða um 337 þús. tonn og jókst loðnuaflinn um 218 prósent (229 þúsund tonn) frá árinu 2014. Aflaverðmæti ársins 2015 nam rúmlega 151 milljörðum króna sem er 9,2 prósent aukning frá árinu 2014 miðað við fast verðlag.Þorskur langstærsturÞorskur er enn langstærstur þegar kemur að aflaverðmæti og nam aflaverðmæti hans tæpum 61 milljarði króna á árinu 2015 eða sem nemur 40,3 prósent af heildarverðmæti aflans. Verðmætaaukning þorsks nam 13 prósent sem er 10 prósentustigum umfram aukningu í magni og hefur því verðmæti á hvert tonn aukist milli ára. Þorskur var verðmætasta útflutningstegundin á árinu 2015 en þá námu útflutningsverðmæti hans 105 milljörðum króna. Er það um 38 prósent af útflutningsverðmæti sjávarafurða.Tekjur sjávarútvegsfélaga námu 275 milljörðumTekjur sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 námu 275 milljörðum króna og jukust um 9 milljarða króna á föstu verðlagi eða um 3,3 prósent. Skýrist þessi vöxtur í tekjum af auknum loðnuveiðum og auknu verðmæti þorskaflans vegna verðhækkunar á erlendum mörkuðum. Gengi krónunnar hefur styrkst um 17 prósent frá upphafi árs og 26 prósent frá upphafi síðastliðins árs gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu. Hefur gengi krónunnar styrkst mest gagnvart bresku pundi eða um 41 prósent frá upphafi árs. Bretland er eitt af stærstu viðskiptalöndum Íslands og fara um 18 prósent af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða til Breta. Hefur því gengislækkun pundsins gagnvart krónunni talsverð áhrif á utanríkisviðskipti okkar. Norðmenn eru stærstir í fiskeldi í Evrópu með um 45 prósent hlutdeild. Ísland situr í 25. sæti á meðal fiskeldisþjóða í Evrópu með 8 þúsund tonn eða um 0,3 prósent af heildarfiskeldi álfunnar.Útlfutningsverðmæti eldisfisks eykstÚtflutningsverðmæti eldisfisks árið 2015 var um 7.024 milljónir króna samanborið við 5.530 milljónir króna árið 2014 á föstu verðlagi. Bandaríkin eru sem fyrr stærsti markaðurinn fyrir íslenskar eldisafurðir með um 35 prósent af heildarverðmæti ársins 2015. Bretland kemur þar á eftir með um 9,3 prósent og Þýskaland með um 7,5 prósent. Útgefin leyfi til framleiðslu fiskeldis eru mest á Vestfjörðum og Vesturlandi en þar eru leyfi fyrir 21.698 tonna ársframleiðslu. Hafa rekstrarleyfi til framleiðslu fiskeldis stækkað um 2.320 tonn frá árinu 2014.Hér má kynna sér skýrsluna í heild sinni. Tengdar fréttir Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Útflutt magn sjávarafurða á árinu 2015 nam tæpum 632 þúsund tonna og er það um 3 prósent lægra en árið 2014 og 83 þúsund tonnum undir langtíma meðaltali. Þessi samdráttur í útflutningi sjávarafurða milli ára skýrist einna helst af viðskiptabanni Rússlands. Þrátt fyrir þetta námu verðmæti útflutnings á árinu 2015 um 265 milljörðum króna sem er tæpum 17 milljörðum króna meira (7 prósent) en á árinu 2014 miðað við verðlag ársins 2015. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Meðal helstu atriða í skýrslunni er að Ísland situr í 20. sæti á lista yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims miðað við árið 2014 með um 1,4 prósent hlutdeild á heimsvísu. Ísland hefur færst neðar á þessum lista síðustu ár þar sem aðrar þjóðir hafa aukið veiðar sínar umfram Ísland. Talið er að útflutningur sjávarafurða muni taka við sér á seinni helmingi ársins, ekki síst vegna aukinna aflaheimilda í þorski. Spáð er að útflutningur muni dragast saman um 1 prósent á árinu 2016 en gert er ráð fyrir ríflega 4 prósent aukningu í útflutningi sjávarafurða á árinu 2017 og rúmlega 3 prósent aukningu árið 2018.Heildarafli jókst um 22,5%Heildarafli á árinu 2015 var 1.319 þúsund tonn og jókst aflinn um 22,5 prósent (243 þús. tonn) frá árinu 2014. Mest var veitt af loðnu á árinu eða um 337 þús. tonn og jókst loðnuaflinn um 218 prósent (229 þúsund tonn) frá árinu 2014. Aflaverðmæti ársins 2015 nam rúmlega 151 milljörðum króna sem er 9,2 prósent aukning frá árinu 2014 miðað við fast verðlag.Þorskur langstærsturÞorskur er enn langstærstur þegar kemur að aflaverðmæti og nam aflaverðmæti hans tæpum 61 milljarði króna á árinu 2015 eða sem nemur 40,3 prósent af heildarverðmæti aflans. Verðmætaaukning þorsks nam 13 prósent sem er 10 prósentustigum umfram aukningu í magni og hefur því verðmæti á hvert tonn aukist milli ára. Þorskur var verðmætasta útflutningstegundin á árinu 2015 en þá námu útflutningsverðmæti hans 105 milljörðum króna. Er það um 38 prósent af útflutningsverðmæti sjávarafurða.Tekjur sjávarútvegsfélaga námu 275 milljörðumTekjur sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 námu 275 milljörðum króna og jukust um 9 milljarða króna á föstu verðlagi eða um 3,3 prósent. Skýrist þessi vöxtur í tekjum af auknum loðnuveiðum og auknu verðmæti þorskaflans vegna verðhækkunar á erlendum mörkuðum. Gengi krónunnar hefur styrkst um 17 prósent frá upphafi árs og 26 prósent frá upphafi síðastliðins árs gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu. Hefur gengi krónunnar styrkst mest gagnvart bresku pundi eða um 41 prósent frá upphafi árs. Bretland er eitt af stærstu viðskiptalöndum Íslands og fara um 18 prósent af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða til Breta. Hefur því gengislækkun pundsins gagnvart krónunni talsverð áhrif á utanríkisviðskipti okkar. Norðmenn eru stærstir í fiskeldi í Evrópu með um 45 prósent hlutdeild. Ísland situr í 25. sæti á meðal fiskeldisþjóða í Evrópu með 8 þúsund tonn eða um 0,3 prósent af heildarfiskeldi álfunnar.Útlfutningsverðmæti eldisfisks eykstÚtflutningsverðmæti eldisfisks árið 2015 var um 7.024 milljónir króna samanborið við 5.530 milljónir króna árið 2014 á föstu verðlagi. Bandaríkin eru sem fyrr stærsti markaðurinn fyrir íslenskar eldisafurðir með um 35 prósent af heildarverðmæti ársins 2015. Bretland kemur þar á eftir með um 9,3 prósent og Þýskaland með um 7,5 prósent. Útgefin leyfi til framleiðslu fiskeldis eru mest á Vestfjörðum og Vesturlandi en þar eru leyfi fyrir 21.698 tonna ársframleiðslu. Hafa rekstrarleyfi til framleiðslu fiskeldis stækkað um 2.320 tonn frá árinu 2014.Hér má kynna sér skýrsluna í heild sinni.
Tengdar fréttir Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19
Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent