Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 17:00 Guðmundur Atli í leik gegn Val í sumar. vísir/eyþór Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna en það kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Breiðabliks. Hún birtist á blikar.is. Guðmundur Atli gekk í raðir Breiðabliks frá nágrannafélaginu HK fyrir síðasta tímabil og náði að spila í sex leikjum. Þar sem að Blikar voru að fara að spila í Evrópukeppni í sumar gengust allir leikmenn undir læknisskoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem hjartagallinn kom í ljós. „Allir sem fara í Evrópukeppni fara í hjarta- og ómskoðun og þá kom þetta í ljós. Ég var strax settur í tveggja vikna pásu á meðan ég gekkst undir frekari rannsóknir,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Vísi í dag. Hann segir að gallinn sé líklega ættgengur en að hann hafi aldrei kennt sér meins áður. Líklegt er að gallinn hefði ekki uppgötvast nema út af því að Guðmundur Atli gerðist leikmaður Breiðabliks sem hafði unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni. „Auðvitað hefði maður viljað klára ferilinn fyrst en ástæðan fyrir því að UEFA er með svona strangt eftirlit er að knattspyrnumenn hafa fengið hjartaáfall inni á vellinum og dáið,“ sagði Guðmundur Atli sem kallar eftir því að meira verði gert í þessum málum fyrir íslenska knattspyrnumenn - aðra en þá sem eru bara að fara að spila í Evrópukeppni. „Það virðist oft þurfa eitthvert svakalegt slys áður en einhver gerir eitthvað í hlutunum. Maður er ekki vitur eftir á í svona málum.“ Hann segir að þetta hafi verið áfall en að hann hafi þó vitað þetta síðan í sumar. Honum líði því vel í dag. „Lífið heldur áfram og fótboltinn er ekki allt. En maður er vissulega leiður yfir þessu enda búinn að vera í íþróttinni síðan maður var krakki. Svo er þetta tekið af manni á einu augnabliki.“ „Ég var á leið í Evrópukeppni í fyrsta sinn á ævinni og svo gerðist þetta. Ég ætlaði ekki að trúa lækninum þegar hann sagði mér þetta fyrst. En þetta hefur engin áhrif á daglegt líf hjá mér, sem betur fer.“ „Kannski að ég leyfi mér að vera með í bumbubolta með félögunum. Ég passa mig bara á því að hanga bara frammi,“ sagði hann í léttum dúr. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna en það kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Breiðabliks. Hún birtist á blikar.is. Guðmundur Atli gekk í raðir Breiðabliks frá nágrannafélaginu HK fyrir síðasta tímabil og náði að spila í sex leikjum. Þar sem að Blikar voru að fara að spila í Evrópukeppni í sumar gengust allir leikmenn undir læknisskoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem hjartagallinn kom í ljós. „Allir sem fara í Evrópukeppni fara í hjarta- og ómskoðun og þá kom þetta í ljós. Ég var strax settur í tveggja vikna pásu á meðan ég gekkst undir frekari rannsóknir,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Vísi í dag. Hann segir að gallinn sé líklega ættgengur en að hann hafi aldrei kennt sér meins áður. Líklegt er að gallinn hefði ekki uppgötvast nema út af því að Guðmundur Atli gerðist leikmaður Breiðabliks sem hafði unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni. „Auðvitað hefði maður viljað klára ferilinn fyrst en ástæðan fyrir því að UEFA er með svona strangt eftirlit er að knattspyrnumenn hafa fengið hjartaáfall inni á vellinum og dáið,“ sagði Guðmundur Atli sem kallar eftir því að meira verði gert í þessum málum fyrir íslenska knattspyrnumenn - aðra en þá sem eru bara að fara að spila í Evrópukeppni. „Það virðist oft þurfa eitthvert svakalegt slys áður en einhver gerir eitthvað í hlutunum. Maður er ekki vitur eftir á í svona málum.“ Hann segir að þetta hafi verið áfall en að hann hafi þó vitað þetta síðan í sumar. Honum líði því vel í dag. „Lífið heldur áfram og fótboltinn er ekki allt. En maður er vissulega leiður yfir þessu enda búinn að vera í íþróttinni síðan maður var krakki. Svo er þetta tekið af manni á einu augnabliki.“ „Ég var á leið í Evrópukeppni í fyrsta sinn á ævinni og svo gerðist þetta. Ég ætlaði ekki að trúa lækninum þegar hann sagði mér þetta fyrst. En þetta hefur engin áhrif á daglegt líf hjá mér, sem betur fer.“ „Kannski að ég leyfi mér að vera með í bumbubolta með félögunum. Ég passa mig bara á því að hanga bara frammi,“ sagði hann í léttum dúr.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira