Stenson stigameistari evrópsku mótaraðarinnar í annað skiptið Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. nóvember 2016 17:30 Stenson sáttur með sigurverðlaunin sem voru að hætti Dubai, risastór. Vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði Race to Dubai, stigakeppni Evrópumótaraðarinnar í golfi en þetta varð ljóst þegar hann hafnaði í 9. sæti á DP World Tour Championship í Dubai. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Stenson sem sigraði Opna breska meistaramótið í ár og Danny Willet en Rory McIlroy átti enn veika von fyrir lokamótið. Rory sem hafði titil að verja þurfti að standa uppi sem sigurvegari í Dubai ásamt því að treysta á að Stenson hafnaði í sæti 46. eða neðar. Stenson lék lokahringinn á 65. höggum sem dugði honum til þess að ná níunda sæti og gulltryggja titilinn en þetta er í annað skiptið sem hann hampar þessum titli. Var Rory búinn að bera sigur úr býtum undanfarin tvö ár en þeir tveir hafa skipt þessu sín á milli undanfarin fimm ár. „Þetta hefur verið frábært ár, það besta á ferlinum. Það var erfitt að toppa 2013 þegar ég sigraði stigakeppnina síðast en mér tókst það með þessu,“ sagði Stenson sáttur í viðtali eftir mótið. Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick sigraði á mótinu í Dubai á 17. höggum undir pari en landi hans Tyrrell Hatton hafnaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Fitzpatrick. Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði Race to Dubai, stigakeppni Evrópumótaraðarinnar í golfi en þetta varð ljóst þegar hann hafnaði í 9. sæti á DP World Tour Championship í Dubai. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Stenson sem sigraði Opna breska meistaramótið í ár og Danny Willet en Rory McIlroy átti enn veika von fyrir lokamótið. Rory sem hafði titil að verja þurfti að standa uppi sem sigurvegari í Dubai ásamt því að treysta á að Stenson hafnaði í sæti 46. eða neðar. Stenson lék lokahringinn á 65. höggum sem dugði honum til þess að ná níunda sæti og gulltryggja titilinn en þetta er í annað skiptið sem hann hampar þessum titli. Var Rory búinn að bera sigur úr býtum undanfarin tvö ár en þeir tveir hafa skipt þessu sín á milli undanfarin fimm ár. „Þetta hefur verið frábært ár, það besta á ferlinum. Það var erfitt að toppa 2013 þegar ég sigraði stigakeppnina síðast en mér tókst það með þessu,“ sagði Stenson sáttur í viðtali eftir mótið. Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick sigraði á mótinu í Dubai á 17. höggum undir pari en landi hans Tyrrell Hatton hafnaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Fitzpatrick.
Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira